Lífið

Veðurfréttamaður hágrét í beinni þegar hann fjallaði um sólmyrkvann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Tilfinningarnar báru Skilling ofurliði.
Tilfinningarnar báru Skilling ofurliði.
Milljónir Bandaríkjamanna litu upp til sólarinnar í gær til þess að verða vitni að fyrsta almyrkva af þessu tagi í 99 ár sem gengur þvert yfir Bandaríkin.

Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm síðdegis að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö.

Veðurfréttamaðurinn Tom Skilling hjá WGN TV einfaldlega hágrét í beinni útsendingu þegar hann greindi frá sólmyrkvanum og hefur myndband af atvikinu slegið í gegn á Twitter.

Hér að neðan má sjá þennan tilfinningamikla veðurfréttamann.


Tengdar fréttir

Milljónir upplifðu almyrkva á sólu

Almyrkvinn sást fyrst frá Oregon-ríki klukkan korter yfir tíu að staðartíma, eða korter yfir fimm að íslenskum tíma. Lauk honum í Suður-Karólínu um klukkan korter í sjö.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×