Sport

Mayweather: Konur detta aldrei úr tísku

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Helwani og Mayweather á nektarbúllu boxarans.
Helwani og Mayweather á nektarbúllu boxarans.
Floyd Mayweather er mikill viðskiptamaður og hefur nýtt vikuna til þess að auglýsa nýja súlustaðinn sinn í Las Vegas sem heitir Girl Collection.

UFC-fjölmiðlamaðurinn Ariel Helwani vildi sannreyna hvort sú yfirlýsing Mayweather að hann yrði á strípiklúbbnum alla vikuna væri sönn.

Helwani beið í sex tíma en fékk að lokum einkaviðtal við Mayweather á staðnum. Þá var nánast kominn morgun. Mayweather var ekkert að hvíla sig heldur að njóta lífsins. Ótrúlegt.

„Rass, brjóst, píkur, brennivín og tónlist dettur aldrei úr tísku,“ sagði Mayweather er hann var spurður að því af hverju hann hefði opnað nektarbúllu.

„Er þú átt venjulegan næturklúbb þá þarftu stanslaust að endurinnrétta. Það þarf aldrei að breyta nektarklúbbi því konur detta aldrei úr tísku. Sérstaklega ekki fallegar konur.“

Sex tíma bið Helwani eftir viðtalinu skilaði sínu því viðtalið er afar áhugavert. Þar er líka talað um Justin Bieber og körfubolta. En ekki hvað? Viðtalið má sjá hér að neðan.

Bardagi Conors og Mayweather fer fram á laugardag og bardaginn verður í beinni á Stöð 2 Sport. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×