Sigga segir typpamyndaköllum að senda frekar putta Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 07:31 Sigga Dögg segir þennan áhuga karlmanna á typpamyndum vera alveg merkilegan. Vísir Ótrúlegt en satt þá þykir konum ekki heillandi að fá senda óumbeðna typpamynd. Þrátt fyrir það hafa nær allar konur einhverja reynslu af slíkum myndsendingum sem kynfræðingurinn Siríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg, segir byggja á miklum misskilningi. Þær konur sem hún hafi rætt við hugsi almennt ekki um tylftir typpa þegar þær hiti sig upp fyrir kynlíf og ef karlmenn ætla að senda myndir af einhverjum líkamshlut óumbeðnir ættu þeir frekar að senda myndir af puttunum á sér. Sigga ræddi typpamyndir og stöðu kynfæranna við Reykjavík sídegis í gær og sagðist hún þekkja slíkar myndir vel og af eigin raun. Hún hafi síðast fengið boð um typpamynd á miðvikudaginn. „Það er eiginlega ekki hægt að vera á Tinder án þess að hafa lent í þessu,“ segir Sigga sem rætt hefur málið við fjölda kvenna sem allar eru á einu máli. Þeim þyki ekki aðlaðandi að fá svona myndir óumbeðnar.Konur óhræddar við að ræða typpamyndir Því virðist vera töluverður munur á upplifun þess sem sendir myndina og þess sem fær hana senda. „Mér finnst þetta mjög merkilegt,“ segir Sigga, ekki síst í ljósi þess hversu algengar þessar myndsendingar eru. Að sögn Siggu séu konur alveg óhræddar við að ræða typpamyndir sem þær hafi fengið sendar sín á milli. - „Lykilorðið hér er „óumbeðin,“ myndin er send án þess að fá leyfi frá viðkomandi og þá verður til sameiginleg upplifun,“ útskýrir Sigga og bregður sér í karakter. „Bíddu, honum finnst í lagi að senda mér þetta, sjáðu hvað ég var að fá sent.“ Sigga segir að það hvarfli ekki að konunum sem hún hafi rætt við að svara þessum typpamyndum með því að senda píkumynd til baka. Alltaf þegar hún stingi upp á því hrópi þær „Ertu frá þér! Ég myndi aldrei!“ sem Siggu þykir ekki síður merkilegt því að hennar mati undirstriki það að einhverju leyti stöðu píkunnar. „Typpi er einhvern veginn hversdagslegt og því þykir þeim kannski hversdagslegara að deila því meðan píkan er látin vera heilög og falin,“ segir Sigga og bendir á að það sé til að mynda miklu aðgengilegra að sjá veggjakrot af typpi en píku.Klámneysla hluti af skýringunni Karlar virðist vera miklu stoltari af typpunum sínum, nógu stoltir til að deila myndum af því með öðrum, heldur en konur af píkunum sínum. Þeir virðist líta á þessar typpamyndir sem bón um kynlíf og segir Sigga að þær haldist í hendur við mýtuna um að stærðin skipti máli. „Eftir því sem þú ert stoltari af limnum því líklegri ertu til að deila honum.“ Hún segir þetta líka skýrast að einhverju leyti af því að karlar fari fyrr að tengja myndir af kynfærum við kynferðislega örvun. Þar spili klámneysla inn en rannsóknir sýna að drengir byrja fyrr að horfa á klám. Þannig venjist þeir því fyrr að örvast við að horfa á kynfæri. Aðra sögu sé að segja af stelpum, þær séu búnar að þjálfa sig, „ef það má orða það þannig,“ öðruvísi upp að sögn Siggu. „Ef ég ætla að hita mig upp fyrir kynlíf þá hugsa ég ekki um 14 typpi flaxandi um í herbergi,“ segir Sigga og bætir við að þær konur sem hún hafi rætt við séu á sama máli. Þegar þær vilji koma sér í gírinn fyrir kynlíf hugsi þær ekki um „makann minn allsberan, sveiflandi typpinu í hringi,“ segir Sigga sem er hálf gáttuð á andavarleysi karlpeningsins.Putta, ekki typpi „Ég hefði haldið, eftir alla þessa umræðu um hvað skiptir konur máli í kynlífi, að þá ættu menn að vera taka myndir af fingrunum sínum,“ segir Sigga enda skipti þeir meira máli. Það þurfi nú að nudda, strjúka og faðma. Því eigi frekar að senda óumbeðnar puttamyndir, ef maður ætlar að senda myndir af líkamshlutum yfir höfuð. „Já - og skrifa kannski einhvern texta með eins og „Þessi kann sko að nudda!“ Spjall Siggu við strákana í Reykjavík Síðdegis má heyra hér að neðan. Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Ótrúlegt en satt þá þykir konum ekki heillandi að fá senda óumbeðna typpamynd. Þrátt fyrir það hafa nær allar konur einhverja reynslu af slíkum myndsendingum sem kynfræðingurinn Siríður Dögg Arnardóttir, eða Sigga Dögg, segir byggja á miklum misskilningi. Þær konur sem hún hafi rætt við hugsi almennt ekki um tylftir typpa þegar þær hiti sig upp fyrir kynlíf og ef karlmenn ætla að senda myndir af einhverjum líkamshlut óumbeðnir ættu þeir frekar að senda myndir af puttunum á sér. Sigga ræddi typpamyndir og stöðu kynfæranna við Reykjavík sídegis í gær og sagðist hún þekkja slíkar myndir vel og af eigin raun. Hún hafi síðast fengið boð um typpamynd á miðvikudaginn. „Það er eiginlega ekki hægt að vera á Tinder án þess að hafa lent í þessu,“ segir Sigga sem rætt hefur málið við fjölda kvenna sem allar eru á einu máli. Þeim þyki ekki aðlaðandi að fá svona myndir óumbeðnar.Konur óhræddar við að ræða typpamyndir Því virðist vera töluverður munur á upplifun þess sem sendir myndina og þess sem fær hana senda. „Mér finnst þetta mjög merkilegt,“ segir Sigga, ekki síst í ljósi þess hversu algengar þessar myndsendingar eru. Að sögn Siggu séu konur alveg óhræddar við að ræða typpamyndir sem þær hafi fengið sendar sín á milli. - „Lykilorðið hér er „óumbeðin,“ myndin er send án þess að fá leyfi frá viðkomandi og þá verður til sameiginleg upplifun,“ útskýrir Sigga og bregður sér í karakter. „Bíddu, honum finnst í lagi að senda mér þetta, sjáðu hvað ég var að fá sent.“ Sigga segir að það hvarfli ekki að konunum sem hún hafi rætt við að svara þessum typpamyndum með því að senda píkumynd til baka. Alltaf þegar hún stingi upp á því hrópi þær „Ertu frá þér! Ég myndi aldrei!“ sem Siggu þykir ekki síður merkilegt því að hennar mati undirstriki það að einhverju leyti stöðu píkunnar. „Typpi er einhvern veginn hversdagslegt og því þykir þeim kannski hversdagslegara að deila því meðan píkan er látin vera heilög og falin,“ segir Sigga og bendir á að það sé til að mynda miklu aðgengilegra að sjá veggjakrot af typpi en píku.Klámneysla hluti af skýringunni Karlar virðist vera miklu stoltari af typpunum sínum, nógu stoltir til að deila myndum af því með öðrum, heldur en konur af píkunum sínum. Þeir virðist líta á þessar typpamyndir sem bón um kynlíf og segir Sigga að þær haldist í hendur við mýtuna um að stærðin skipti máli. „Eftir því sem þú ert stoltari af limnum því líklegri ertu til að deila honum.“ Hún segir þetta líka skýrast að einhverju leyti af því að karlar fari fyrr að tengja myndir af kynfærum við kynferðislega örvun. Þar spili klámneysla inn en rannsóknir sýna að drengir byrja fyrr að horfa á klám. Þannig venjist þeir því fyrr að örvast við að horfa á kynfæri. Aðra sögu sé að segja af stelpum, þær séu búnar að þjálfa sig, „ef það má orða það þannig,“ öðruvísi upp að sögn Siggu. „Ef ég ætla að hita mig upp fyrir kynlíf þá hugsa ég ekki um 14 typpi flaxandi um í herbergi,“ segir Sigga og bætir við að þær konur sem hún hafi rætt við séu á sama máli. Þegar þær vilji koma sér í gírinn fyrir kynlíf hugsi þær ekki um „makann minn allsberan, sveiflandi typpinu í hringi,“ segir Sigga sem er hálf gáttuð á andavarleysi karlpeningsins.Putta, ekki typpi „Ég hefði haldið, eftir alla þessa umræðu um hvað skiptir konur máli í kynlífi, að þá ættu menn að vera taka myndir af fingrunum sínum,“ segir Sigga enda skipti þeir meira máli. Það þurfi nú að nudda, strjúka og faðma. Því eigi frekar að senda óumbeðnar puttamyndir, ef maður ætlar að senda myndir af líkamshlutum yfir höfuð. „Já - og skrifa kannski einhvern texta með eins og „Þessi kann sko að nudda!“ Spjall Siggu við strákana í Reykjavík Síðdegis má heyra hér að neðan.
Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira