Aldrei séð ruslatunnu áður en hún flúði harðræðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 12:50 Yeonmi Park sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag Vísir/Anton Brink Mikið lófatak tók á móti Yeonmi Park þegar hún steig í pontu í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Þar flutti hún erindi um ástandið í Norður-Kóreu og líf hennar eftir að henni tókst að sleppa þaðan. Hún hóf mál sitt á því að þakka fyrir móttökurnar sem Íslendingar höfðu veitt henni við komuna til landsins í gær. Hún hafi ekki alist upp við það í Norður-Kóreu að fólk væri svona almennilegt við sig. Hún sagðist jafnframt vona að Íslendingar létu ekki þar við sitja og tækju jafn vel á móti öðrum sem kæmu frá hinu einangraða ríki.Megum vera þakklát fyrir forsætisráðherrann Yeonmi Park segist í bók sinni, Með lífið að veði, vera þakklát fyrir tvennt; að hafa fæðst í Norður-Kóreu sem og að hafa sloppið frá Norður-Kóreu. Ástandinu þar sé erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafi fengið að upplifa sambærilegar aðstæður. Hún sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag, í stað guðlegu leiðtoganna sem farið hafa með völdin í landinu svo áratugum skiptir.Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningarnar í Hátíðasalnum í dag.Vísir/Anton Brink„Kimarnir þrír“ eins og hún kallaði þá Kim il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un, væru ósnertanlegir. Enginn gæti unnið þeim mein og orð þeirra væru lög. Þeir stýrðu ekki einungis stjórnsýslu landsins með harðri hendi heldur væri Norður-Kóreubúum talin trú um að þeir gætu lesið hugsanir og hefðu útsendara alls staðar. Því þótti Yeomni Park það mjög merkilegt að fólk á Vesturlöndum gæti leyft sér að grínast með hárgreiðslu Kim Jong-un, núverandi leiðtoga Norður-Kóreu og vísaði til gamanmyndarinnar The Interview sem frumsýnd var árið 2014.Hótel bara fyrir hunda! Hún sagði hungur og sult vera viðvarandi ástand hjá íbúum Norður-Kóreu og minntist æskuára sinna þegar rúmlega 300 þúsund manns létust í hungursneyð í landinu á 10 áratugnum. „Það eru jafn margir og allir íbúar Íslands,“ sagði Yeomni til að setja neyðina í samhengi fyrir viðstadda. Hún hafi þurft að berjast fyrir hverju hrísgrjóni. Því hafi hún ekki trúað því, eftir að hún slapp til Suður-Kóreu, að hundar þar í landi fengju stundum hrísgrjón að borða. „En svo sé ég að hér eru meira að segja hundahótel!“ sagði Yeomni og uppskar hlátur úr salnum. Þá þótti henni furðulegt að dýr væru sögð hafa réttindi í öðrum löndum. „Hvernig geta dýr haft réttindi þegar við sem manneskjur höfum varla réttindi?“ Hið viðvarandi hungur hefur orðið til þess að hver einasta matararða er nýtt til hins ítrasta í landinu. Engu er hent og því ekki nema von að hún hafi aldrei séð ruslatunnu meðan hún bjó enn í Norður-Kóreu.Skorin upp eftir þukl Yeomni Park lýsti því hversu vanbúnir spítalar eru í landinu, þau tól og tæki sem við þekkjum á venjulegum heilsugæslustöðvum væru af skornum skammti og að engar vélar væru í Norður-Kóreu sem aðstoðuðu við sjúkdómsgreiningar. Þannig hafi læknir einungis lagt hönd á maga hennar þegar hún var greind með botnlangabólgu. Hún hafi því verið skorin upp og botnlanginn fjarlægður eftir þukl en skurðaðgerðir eru ekkert grín í Norður-Kóreu. Fleiri deyi á sjúkrahúsum í landinu en veikindunum sem fékk þá til að leita þangað enda er víðtekin venja að sama sprautunálin sé notuð á marga. Yeomni Park varð klökk þegar hún minntist á samviskubitið sem innprentaði hafði verið í hana fyrir að flýja Norður-Kóreu og aðlagast vestrænu lífi. Henni þætti óþægilegt að hugsa til þess að móðir hennar hafi verið seld í þrældóm fyrir andvirði einnar máltíðar á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur.Fullur Hátíðasalur var af fólki þegar Yeonmi Park flutti erindi sitt fyrr í dag.Vísir/Anton BrinkFrelsið flókið Það hafi þó ekki verið málfrelsið eða „að geta flogið eins og fuglinn fljúgandi“ sem fékk hana til að flýja - það voru hversdagslegir hlutir eins og gallabuxur og að geta horft á kvikmyndir, eins og fyrrnefnda The Interview, án þess að eiga á hættu að vera skotin af vopnuðum útsendurum Kimana þriggja. Hún sagði frelsið þó vera flóknara en margir myndu halda. Þannig hafi henni þótt erfitt að svara einföldum spurningum eins og hver uppáhaldsliturinn hennar væri. „Í Norður-Kóreu er okkur sagt að uppáhaldsliturinn okkar sé rauður, litur byltingarinnar og verkalýðsins.“ Áður en hún lauk máli sínu hvatti hún Íslendinga til að leggja samtökum sem berjast fyrir mannréttindum í Norður-Kóreu lið. Það sé hægt með því einfaldri leit á Google, samtökin skipti þúsundum. Fyrirlestur Yeomni Park má sjá í spilaranum hér að neðan með því að spóla til baka. Mest lesið Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Innlent Reyndist ekki faðir stúlknanna Innlent Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Árborg Innlent Benedikt Sveinsson er látinn Innlent Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Innlent Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Innlent Brynjar segir af sér Innlent Senda vopnaða menn á svæðið Innlent Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Innlent Fleiri fréttir Nýkomin inn þegar hún sá björninn örskammt frá Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Senda vopnaða menn á svæðið Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Óska eftir myndefni af Krýsuvíkurvegi Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Árborg „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Hart tekist á um netaveiði í Ölfusá Reyndist ekki faðir stúlknanna Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Ríki og sveitarfélög benda á hvort annað varðandi NPA Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Brynjar segir af sér Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa erlenda fanga Benedikt Sveinsson er látinn Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Sjá meira
Mikið lófatak tók á móti Yeonmi Park þegar hún steig í pontu í Hátíðasal Háskóla Íslands í dag. Þar flutti hún erindi um ástandið í Norður-Kóreu og líf hennar eftir að henni tókst að sleppa þaðan. Hún hóf mál sitt á því að þakka fyrir móttökurnar sem Íslendingar höfðu veitt henni við komuna til landsins í gær. Hún hafi ekki alist upp við það í Norður-Kóreu að fólk væri svona almennilegt við sig. Hún sagðist jafnframt vona að Íslendingar létu ekki þar við sitja og tækju jafn vel á móti öðrum sem kæmu frá hinu einangraða ríki.Megum vera þakklát fyrir forsætisráðherrann Yeonmi Park segist í bók sinni, Með lífið að veði, vera þakklát fyrir tvennt; að hafa fæðst í Norður-Kóreu sem og að hafa sloppið frá Norður-Kóreu. Ástandinu þar sé erfitt að lýsa fyrir þeim sem aldrei hafi fengið að upplifa sambærilegar aðstæður. Hún sagði Íslendinga geta verið þakkláta fyrir að hafa forsætisráðherra, eins og þann sem bauð hana velkomna í pontu á fundinum í dag, í stað guðlegu leiðtoganna sem farið hafa með völdin í landinu svo áratugum skiptir.Yeomni Park þurfti að berjast við tilfinningarnar í Hátíðasalnum í dag.Vísir/Anton Brink„Kimarnir þrír“ eins og hún kallaði þá Kim il-sung, Kim Jong-il og Kim Jong-un, væru ósnertanlegir. Enginn gæti unnið þeim mein og orð þeirra væru lög. Þeir stýrðu ekki einungis stjórnsýslu landsins með harðri hendi heldur væri Norður-Kóreubúum talin trú um að þeir gætu lesið hugsanir og hefðu útsendara alls staðar. Því þótti Yeomni Park það mjög merkilegt að fólk á Vesturlöndum gæti leyft sér að grínast með hárgreiðslu Kim Jong-un, núverandi leiðtoga Norður-Kóreu og vísaði til gamanmyndarinnar The Interview sem frumsýnd var árið 2014.Hótel bara fyrir hunda! Hún sagði hungur og sult vera viðvarandi ástand hjá íbúum Norður-Kóreu og minntist æskuára sinna þegar rúmlega 300 þúsund manns létust í hungursneyð í landinu á 10 áratugnum. „Það eru jafn margir og allir íbúar Íslands,“ sagði Yeomni til að setja neyðina í samhengi fyrir viðstadda. Hún hafi þurft að berjast fyrir hverju hrísgrjóni. Því hafi hún ekki trúað því, eftir að hún slapp til Suður-Kóreu, að hundar þar í landi fengju stundum hrísgrjón að borða. „En svo sé ég að hér eru meira að segja hundahótel!“ sagði Yeomni og uppskar hlátur úr salnum. Þá þótti henni furðulegt að dýr væru sögð hafa réttindi í öðrum löndum. „Hvernig geta dýr haft réttindi þegar við sem manneskjur höfum varla réttindi?“ Hið viðvarandi hungur hefur orðið til þess að hver einasta matararða er nýtt til hins ítrasta í landinu. Engu er hent og því ekki nema von að hún hafi aldrei séð ruslatunnu meðan hún bjó enn í Norður-Kóreu.Skorin upp eftir þukl Yeomni Park lýsti því hversu vanbúnir spítalar eru í landinu, þau tól og tæki sem við þekkjum á venjulegum heilsugæslustöðvum væru af skornum skammti og að engar vélar væru í Norður-Kóreu sem aðstoðuðu við sjúkdómsgreiningar. Þannig hafi læknir einungis lagt hönd á maga hennar þegar hún var greind með botnlangabólgu. Hún hafi því verið skorin upp og botnlanginn fjarlægður eftir þukl en skurðaðgerðir eru ekkert grín í Norður-Kóreu. Fleiri deyi á sjúkrahúsum í landinu en veikindunum sem fékk þá til að leita þangað enda er víðtekin venja að sama sprautunálin sé notuð á marga. Yeomni Park varð klökk þegar hún minntist á samviskubitið sem innprentaði hafði verið í hana fyrir að flýja Norður-Kóreu og aðlagast vestrænu lífi. Henni þætti óþægilegt að hugsa til þess að móðir hennar hafi verið seld í þrældóm fyrir andvirði einnar máltíðar á veitingahúsi í miðborg Reykjavíkur.Fullur Hátíðasalur var af fólki þegar Yeonmi Park flutti erindi sitt fyrr í dag.Vísir/Anton BrinkFrelsið flókið Það hafi þó ekki verið málfrelsið eða „að geta flogið eins og fuglinn fljúgandi“ sem fékk hana til að flýja - það voru hversdagslegir hlutir eins og gallabuxur og að geta horft á kvikmyndir, eins og fyrrnefnda The Interview, án þess að eiga á hættu að vera skotin af vopnuðum útsendurum Kimana þriggja. Hún sagði frelsið þó vera flóknara en margir myndu halda. Þannig hafi henni þótt erfitt að svara einföldum spurningum eins og hver uppáhaldsliturinn hennar væri. „Í Norður-Kóreu er okkur sagt að uppáhaldsliturinn okkar sé rauður, litur byltingarinnar og verkalýðsins.“ Áður en hún lauk máli sínu hvatti hún Íslendinga til að leggja samtökum sem berjast fyrir mannréttindum í Norður-Kóreu lið. Það sé hægt með því einfaldri leit á Google, samtökin skipti þúsundum. Fyrirlestur Yeomni Park má sjá í spilaranum hér að neðan með því að spóla til baka.
Mest lesið Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Innlent Reyndist ekki faðir stúlknanna Innlent Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Árborg Innlent Benedikt Sveinsson er látinn Innlent Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Innlent Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Innlent Brynjar segir af sér Innlent Senda vopnaða menn á svæðið Innlent Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Innlent Fleiri fréttir Nýkomin inn þegar hún sá björninn örskammt frá Brynjar vill herða upp á mannréttindahugtakinu Hvítabjörninn felldur: Forðaði sér inn og sendi skilaboð á dóttur sína Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Senda vopnaða menn á svæðið Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Óska eftir myndefni af Krýsuvíkurvegi Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Árborg „Fatlaða fólkið verður fyrir miskanum“ Hart tekist á um netaveiði í Ölfusá Reyndist ekki faðir stúlknanna Boða til kyrrðarstundar því íslenskt samfélag standi á krossgötum Engar ábendingar borist þrátt fyrir ákall Ríki og sveitarfélög benda á hvort annað varðandi NPA Útlendingum á Íslandi fjölgar hratt Brynjar snýr sér að mannréttindamálum Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Brynjar segir af sér Forsætisráðherra mætir fyrstur manna í Samtalið Sjálfsagt að skoða að semja við önnur ríki um að hýsa erlenda fanga Benedikt Sveinsson er látinn Endalaus þrautaganga Haraldar eftir svörum Höfuðstöðvar nýrrar ríkisstofnunar verða á Hvolsvelli „Afleitt“ að sjá Yazan gerðan að leiksoppi í deilum ráðherra Flugvélarnar sem gerðu Loftleiðir að stórveldi „Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Sjálfstæðismenn í borginni vilja samræmd próf aftur Yazan fær efnismeðferð og talstöðvar sprengdar Ekki séð ástæðu til að leggjast gegn framgangi samgöngusáttmálans Sjá meira