Reykvískar hraðahindranir í vegi rafmagnsvagna Strætó Sigurður Mikael Jónsson skrifar 26. ágúst 2017 06:00 Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. segir að mikil eftirvænting ríki fyrir komu rafmagnsvagnanna. Mynd/Aðsend „Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“ Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira
„Þeir áttu ekki von á þessum fjölda hraðahindrana,“ segir Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs., en afhending á fjórum fyrstu af níu rafmagnsstrætisvögnum sem Strætó hefur keypt hefur dregist um nokkra mánuði. Óljóst er hvenær formleg afhending verður. Ástæðan er breytingar sem kínverskir framleiðendur vagnanna þurfa að gera á þeim til að mæta fjölda hraðahindrana í Reykjavík. Nokkuð sem vagnarnir voru ekki hannaðir fyrir. Upphaflega stóðu vonir til að fá fyrstu vagnana í júní en þegar það gekk ekki eftir var stefnan sett á mánaðamótin ágúst/september. Jóhannes segir nú ljóst að afhendingin muni dragast enn frekar og engin ákveðin dagsetning hefur fengist frá kínverska bílaframleiðandanum Yutong. „Það kom upp þetta hönnunarvandamál sem tengist styrkingum sem þurfti að fara út í vegna þessa fjölda hraðahindrana sem hér eru á flestum leiðum og henta ekki fyrir rafmagnsvagnana.“ Að sögn Jóhannesar þurfti að hanna nýja og betri styrkingu í toppstykki vagnanna sem hefði burð til að þola högg frá hraðahindrunum borgarinnar. Topphluti vagnanna er úr áli og þar liggur hluti af stórum og þungum rafhlöðum þeirra en hinn hlutinn er aftan í þeim. Afhending hefur því tafist meðan Kínverjarnir glíma við þetta vandamál enda vilja þeir ekki senda vagnana frá sér nema að vera vissir um að hafa leyst það. Í byrjun árs var greint frá því að Strætó hefði fjárfest í níu rafmagnsknúnum vögnum frá Yutong en kostnaðurinn við hvern og einn nemur um 66 milljónum króna en aðspurður segir Jóhannes að tafirnar hafi ekki áhrif á kaupverðið. Vagnarnir níu munu spara yfir þúsund tonn af mengandi útblæstri á ári og því spennandi verkefni á tímum aukinnar vitundar fólks um mikilvægi þess að skipta út jarðefnaeldsneyti. Uppgefið drægi vagnanna er 320 kílómetrar, sem í sjálfu sér þykir ekki mikið í dag, en ljóst var að leggjast þyrfti í yfirlegu af hálfu Strætó um hvaða leiðir hentuðu best fyrir vagnana. Meðal annars með tilliti til hleðslumöguleika. „Við erum tilbúnir að tefla fram ákveðnum leiðum í þessu tilraunaverkefni. Við vorum að gæla við að þetta yrðu leiðir 4 eða 6 sem yrðu með þessa vagna. Síðan ætlum við að setja eina hleðslustöð á Hlemmi þar sem báðar þessar leiðir koma við og stoppa í ákveðinn tíma sem dugir til að hlaða inn á þá. Þeir þurfa nokkrar hleðslur á dag til að endast í 17 tíma eins og þjónustutíminn er. Þó kílómetrafjöldinn sé innan við uppgefið kílómetradrægi.“ Jóhannes segir að starfsfólk Strætó sé spennt fyrir þessu verkefni og bíði því með óþreyju eftir vögnunum. Hann sé þó hættur að treysta sér til að nefna dagsetningar. „En þetta kemur vonandi á næstu mánuðum.“
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Vonbrigði“ Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Fleiri fréttir „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Sjá meira