Lífið

Hvar er best að búa: Fimm manna fjölskylda til Noregs eftir óvænt símtal

Stefán Árni Pálsson skrifar
Erla og Páll búa í Noregi ásamt börnunum sínum þremur.
Erla og Páll búa í Noregi ásamt börnunum sínum þremur.

Hvað gerir fimm manna fjölskylda í Grafarvogi þegar húsmóðirin á heimilinu fær óvænt símtal frá norskum manni sem vill auglýsa til leigu rekstur á eggja- og eplabúi í Noregi?

Fjölskyldan, sem heimsótt er í fyrsta þætti haustsins af Hvar er best að búa?, ákvað að kitla ævintýraþrána og grípa þetta óvænta tækifæri. Blaðamaðurinn Erla og smiðurinn Palli ákváðu að yfirgefa fína stóra húsið sitt í Grafarvogi í höfuðborg Íslands og flytja með börnin þrjú í leighúsnæði í smáþorpi við Harðangursfjörðinn í Noregi.

Og verða eggja- og eplabændur. En hvernig er að búa í Noregi, hvað kostar húsnæði, leiga, matur, heilsugæsla og hvernig gengur börnunum að aðlagast nýju tungumáli? Leitað verður svara við því í þætti kvöldsins.

Erla Gunnarsdóttir og Páll Dagbjartur Sigurðsson eru sannarlega ekki einu Íslendingarnar sem hafa flutt til Noregs á liðnum árum. Fyrstu árin eftir hrun fluttu langflestir Íslendingar til Noregs. Eftir því sem næst verður komist búa í kringum 7500 Íslendingar í Noregi í dag, litlu færri en í Danmörku.

Þáttaröðin Hvar er best að búa? hefur göngu sína aftur í kvöld á Stöð 2 kl. 19:50. Í þessum þremur þáttum haustsins heimsækir Lóa Pind og myndatökumaður fjölskyldur í Noregi, Kanada og á Kanarí.

Umsjón og framleiðsla þáttanna er í höndum Lóu Pind Aldísardóttur, myndatökumenn eru Egill Aðalsteinsson og Friðrik Friðriksson, klippingu annast Ómar Daði Kristjánsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.