Ekki öruggt að frekari rannsóknir hefðu dregið úr áhættu við framkvæmdir Vaðlaheiðaganga Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 18. ágúst 2017 15:56 Frá Vaðlaheiðargöngum. Vísir/auðunn Talsverðar tafir hafa orðið á gerð Vaðlaheiðaganga en í apríl síðastliðnum var samþykkt að verja allt að 4,7 milljörðum króna í verkið og ljúka því þar með. Þá var einnig ákveðið að gera úttekt á framkvæmdinni meðal annars til að kanna ástæður þess að kostnaður hefur verið fram úr áætlunum.Niðurstöður úttektarskýrslu sýna fram á að erfitt sé að fullyrða hvort að merekari rannsóknir hefðu komið í veg fyrir áföll á borð við langvarandi jarðhita, innstreymis heits vatns og stórt hrun. Þá hefðu frekari rannsóknir ekki endilega getað dregið úr framkvæmdaáhættu. Þá megi vissulega spyrja þeirrar spurningar hvort að almennt þurfi að leggja meira í undirbúningsrannsóknir fyrir gangagerð en hins vegar fylgi framkvæmdum sem þessum yfirleitt óvissa. Þá er talið að þær jarðfræðirannsóknir sem gerðar voru hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur verið við undirbúningur jarðganga. Þá hafi verið gerðar fleiri kjarnaboranir í rannsóknarskyni en almennt sé gert.Óvissa um umferðarþróun og greiðsluvilja Talið er að aukin umferð um Víkurskarð, eða um 50 prósent, muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarhorfur og munu vega á móti auknum kostnaði við verkið. Þá verði lán ríkisins innheimt innan skynsamlegra marka. Vitnað er til þess að nokkrar líkur séu á fullri endurgreiðslu þó hún gæti tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað. Þá er ljóst að gjaldskrá ganganna verði talsvert hærri en í Hvalfjarðargöngunum. Þá skipti vegastytting ganganna einnig miklu máli hvað varðar greiðsluvilja fólks en tekið er fram að vegastytting af göngunum sé tiltölulega lítil. Því sé nokkur óvissa um umferðarþróun og greiðsluvilja.Talin ríkisframkvæmd Þá teljast framkvæmdirnar ekki til eiginlegra einkaframkvæmda, þó svo upphaflega hafi verð lagt upp með það, heldur ríkisframkvæmd. Ef um einkaframkvæmd hefði verið að ræða hefði verkefnið ekki þurft að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Ríkið hefur því borið megináhættu af gerð ganganna hvað varðar fjármagn. Lagt er áherslu á að ríkið verði áfram í góðu samstarfi við Vaðlaheiðagöng hf. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira
Talsverðar tafir hafa orðið á gerð Vaðlaheiðaganga en í apríl síðastliðnum var samþykkt að verja allt að 4,7 milljörðum króna í verkið og ljúka því þar með. Þá var einnig ákveðið að gera úttekt á framkvæmdinni meðal annars til að kanna ástæður þess að kostnaður hefur verið fram úr áætlunum.Niðurstöður úttektarskýrslu sýna fram á að erfitt sé að fullyrða hvort að merekari rannsóknir hefðu komið í veg fyrir áföll á borð við langvarandi jarðhita, innstreymis heits vatns og stórt hrun. Þá hefðu frekari rannsóknir ekki endilega getað dregið úr framkvæmdaáhættu. Þá megi vissulega spyrja þeirrar spurningar hvort að almennt þurfi að leggja meira í undirbúningsrannsóknir fyrir gangagerð en hins vegar fylgi framkvæmdum sem þessum yfirleitt óvissa. Þá er talið að þær jarðfræðirannsóknir sem gerðar voru hafi verið í samræmi við það sem tíðkast hefur verið við undirbúningur jarðganga. Þá hafi verið gerðar fleiri kjarnaboranir í rannsóknarskyni en almennt sé gert.Óvissa um umferðarþróun og greiðsluvilja Talið er að aukin umferð um Víkurskarð, eða um 50 prósent, muni hafa jákvæð áhrif á rekstrarhorfur og munu vega á móti auknum kostnaði við verkið. Þá verði lán ríkisins innheimt innan skynsamlegra marka. Vitnað er til þess að nokkrar líkur séu á fullri endurgreiðslu þó hún gæti tekið lengri tíma en upphaflega var áætlað. Þá er ljóst að gjaldskrá ganganna verði talsvert hærri en í Hvalfjarðargöngunum. Þá skipti vegastytting ganganna einnig miklu máli hvað varðar greiðsluvilja fólks en tekið er fram að vegastytting af göngunum sé tiltölulega lítil. Því sé nokkur óvissa um umferðarþróun og greiðsluvilja.Talin ríkisframkvæmd Þá teljast framkvæmdirnar ekki til eiginlegra einkaframkvæmda, þó svo upphaflega hafi verð lagt upp með það, heldur ríkisframkvæmd. Ef um einkaframkvæmd hefði verið að ræða hefði verkefnið ekki þurft að lúta forgangsröðun samgönguáætlunar. Ríkið hefur því borið megináhættu af gerð ganganna hvað varðar fjármagn. Lagt er áherslu á að ríkið verði áfram í góðu samstarfi við Vaðlaheiðagöng hf.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Sjá meira