Íhugar að eignast barn með gjafasæði Guðný Hrönn skrifar 20. júlí 2017 10:15 Sigríði Lenu grunar að margar konur séu í sömu hugleiðingum um barneignir og hún. Vísir/Eyþór Fyrir um þremur árum fór flugfreyjan Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir að finna fyrir löngun til að eignast börn. Sigríður hefur ekki verið í alvarlegu sambandi í nokkur ár og hún segir það vissulega flækja málin. „Ég hef ekki verið í alvarlegu sambandi í nokkur ár og þess vegna fór ég að hugsa um aðrar leiðir til þess að stofna fjölskyldu. Ég fór að afla mér upplýsinga um það hvort einhverjar konur á Íslandi hefðu farið í gegnum tæknifrjóvgun einar síns liðs, en ég vissi að þetta var gert í Danmörku. Ég komst svo að því að búið var að leyfa tæknifrjóvgun hérna heima og að einhleypar og samkynhneigðar konur voru að nota þessa aðferð til þess að eignast fjölskyldu,“ útskýrir Sigríður sem íhugar nú að eignast barn ein með gjafasæði. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hræði hana við tilhugsunina um að eignast barn ein segir Sigríður: „Nei, í sjálfu sér er ekkert rosalega mikið sem hræðir mig við að gera þetta án maka. En ég á mjög gott bakland þannig að ég myndi í sjálfu sér ekki vera að gera þetta alein.“„Ég á frábæra fjölskyldu og magnaða vini sem eru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Samt sem áður er ég 100% viss um að þetta eigi ekki eftir að vera auðvelt ferli ef til þess kæmi.“ Sigríður, sem er 32 ára, kveðst hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu eftir að hún byrjaði að ræða þetta. „Stuðningurinn er ómetanlegur. Fólkið mitt er fullt skilnings og skilur vel að ég vilji eignast barn, en hvort það verður með þessum hætti kemur í ljós,“ útskýrir Sigríður sem hefur fengið góð viðbrögð við hugmynd sinni úr öllum áttum. „En auðvitað er alltaf einhver sem er ekki sammála þessu og það er auðvitað bara allt í góðu,“ segir Sigríður sem ætlar að taka sér ár í að hugsa málið nánar. „Ég ætla að sjá hvort eitthvað breytist í ástamálunum en ef ekki þá er þetta næsta skref sem ég mun sennilega taka.“ Finnur fyrir pressuSpurð hvort hún verði vör við að það sé mikil pressa á barnlausar konur á hennar aldri að eignast börn svarar Sigríður játandi. „Já, ég finn fyrir þessari pressu og veit að barnlausar vinkonur mínar sem eru í samböndum finna mikið fyrir þessu, þá er alltaf verið að spyrja. Samt sem áður hef ég líka tekið eftir því hvað barneignum hefur seinkað og finnst það bara af hinu góða.“ Eins og áður sagði lagðist Sigríður í smá rannsóknarvinnu þegar hugmyndin kviknaði hjá henni og hún var forvitin um hvort fleiri konur væru í sömu sporum og hún. „Ég hef lesið sögur íslenskra kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta ferli og þegar ég fór að tala um þetta við vinkonur mínar þá vissu þær undantekningarlaust um einhverja sem væri í þessum hugleiðingum eða búin að fara í þetta ferli. Ég er nokkuð viss um að það eru fleiri konur að hugleiða þetta en við ímyndum okkur,“ segir Sigríður sem bloggar á fagurkerar.is. Nýverið birti hún færslu með pælingum sínum um barneignir á blogginu. „Þá sendu nokkrar konur mér sínar sögur. Mér þykir rosalega vænt um það og met mikils. Reyndar hef ég líka fengið mikið af skilaboðum og vinabeiðnum á Facebook frá karlmönnum sem ég hef einhvern tímann talað við á Tinder. Ég hlæ bara því að það er eiginlega of fyndið.“ Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Fyrir um þremur árum fór flugfreyjan Sigríður Lena Sigurbjarnadóttir að finna fyrir löngun til að eignast börn. Sigríður hefur ekki verið í alvarlegu sambandi í nokkur ár og hún segir það vissulega flækja málin. „Ég hef ekki verið í alvarlegu sambandi í nokkur ár og þess vegna fór ég að hugsa um aðrar leiðir til þess að stofna fjölskyldu. Ég fór að afla mér upplýsinga um það hvort einhverjar konur á Íslandi hefðu farið í gegnum tæknifrjóvgun einar síns liðs, en ég vissi að þetta var gert í Danmörku. Ég komst svo að því að búið var að leyfa tæknifrjóvgun hérna heima og að einhleypar og samkynhneigðar konur voru að nota þessa aðferð til þess að eignast fjölskyldu,“ útskýrir Sigríður sem íhugar nú að eignast barn ein með gjafasæði. Aðspurð hvort það sé eitthvað sem hræði hana við tilhugsunina um að eignast barn ein segir Sigríður: „Nei, í sjálfu sér er ekkert rosalega mikið sem hræðir mig við að gera þetta án maka. En ég á mjög gott bakland þannig að ég myndi í sjálfu sér ekki vera að gera þetta alein.“„Ég á frábæra fjölskyldu og magnaða vini sem eru allir af vilja gerðir til að hjálpa. Samt sem áður er ég 100% viss um að þetta eigi ekki eftir að vera auðvelt ferli ef til þess kæmi.“ Sigríður, sem er 32 ára, kveðst hafa fundið fyrir miklum stuðningi frá sínum nánustu eftir að hún byrjaði að ræða þetta. „Stuðningurinn er ómetanlegur. Fólkið mitt er fullt skilnings og skilur vel að ég vilji eignast barn, en hvort það verður með þessum hætti kemur í ljós,“ útskýrir Sigríður sem hefur fengið góð viðbrögð við hugmynd sinni úr öllum áttum. „En auðvitað er alltaf einhver sem er ekki sammála þessu og það er auðvitað bara allt í góðu,“ segir Sigríður sem ætlar að taka sér ár í að hugsa málið nánar. „Ég ætla að sjá hvort eitthvað breytist í ástamálunum en ef ekki þá er þetta næsta skref sem ég mun sennilega taka.“ Finnur fyrir pressuSpurð hvort hún verði vör við að það sé mikil pressa á barnlausar konur á hennar aldri að eignast börn svarar Sigríður játandi. „Já, ég finn fyrir þessari pressu og veit að barnlausar vinkonur mínar sem eru í samböndum finna mikið fyrir þessu, þá er alltaf verið að spyrja. Samt sem áður hef ég líka tekið eftir því hvað barneignum hefur seinkað og finnst það bara af hinu góða.“ Eins og áður sagði lagðist Sigríður í smá rannsóknarvinnu þegar hugmyndin kviknaði hjá henni og hún var forvitin um hvort fleiri konur væru í sömu sporum og hún. „Ég hef lesið sögur íslenskra kvenna sem hafa gengið í gegnum þetta ferli og þegar ég fór að tala um þetta við vinkonur mínar þá vissu þær undantekningarlaust um einhverja sem væri í þessum hugleiðingum eða búin að fara í þetta ferli. Ég er nokkuð viss um að það eru fleiri konur að hugleiða þetta en við ímyndum okkur,“ segir Sigríður sem bloggar á fagurkerar.is. Nýverið birti hún færslu með pælingum sínum um barneignir á blogginu. „Þá sendu nokkrar konur mér sínar sögur. Mér þykir rosalega vænt um það og met mikils. Reyndar hef ég líka fengið mikið af skilaboðum og vinabeiðnum á Facebook frá karlmönnum sem ég hef einhvern tímann talað við á Tinder. Ég hlæ bara því að það er eiginlega of fyndið.“
Mest lesið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira