Raunveruleiki íslenskra unglinga í leikriti byggðu á SKAM Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 24. júlí 2017 13:58 Stjórn listafélagsins stendur í ströngu þessa dagana. Stjórn listafélags Verzlunarskólans stendur í ströngu þessa dagana. Um helgina voru tekin viðtöl við fjölmarga íslenska unglinga um þeirra raunveruleika. Viðtölin mun koma til með að mynda beinagrind að leikverki byggðu á norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem frumsýnt verður í nóvember. „SKAM þættirnir voru gerðir þannig að leikstjórinn, Julie Andem, fór um allan Noreg og tók viðtöl við norska unglinga um hvað væri í gangi hjá þeim og hvað þeim fyndist merkilegt að tala um og hvað væri í gangi í lífi þeirra. Við hugsuðum að það tengja allir við SKAM því það er miklu raunverulegra og miklu meira eitthvað sem við tengjum við heldur en til dæmis bandarískt sjónvarpsefni. Við vildum gera þetta enn meira fyrir íslenska krakka,“ segir Ása Valdimarsdóttir, formaður listafélagsins, í samtali við Vísi. „Við gerðum þetta í þessum stíl. Þannig að við vorum núna um helgina að taka viðtöl við íslenska unglinga. Við buðum öllum á aldrinum 16-20 sem vildu að koma í viðtöl.“ Um var að ræða nafnlaus viðtöl með leikstjóra sýningarinnar, Dominique Gyðu Sigrúnardóttur. Þar var fólk meðal annars spurt að ef þau væru að útskrifast úr menntaskóla hvað væri það sem þau sáu eftir að hafa gert eða hafa ekki gert. Viðtölin verða sem fyrr segir notuð sem beinagrind að verkinu sjálfu.Ása Valdimarsdóttir, formaður listafélags Verzlunarskóla Íslands.„Við ætlum að byggja beinagrindina á SKAM eins og það er, það verður um þennan vinahóp af fimm stelpum og þær á ýmsan hátt. Við ætlum að horfa á þessar fjórar seríur og byggja beinagrindina á þessu. Taka út aðalatriðin og gera eitt leikverk úr þessum fjórum seríum. En svo mun persónubygging og söguþráður hverrar persónu þróast út frá því sem er í gangi hjá íslenskum unglingum.“Var eitthvað sérstakt sem stóð upp úr í þessum viðtölum sem er rauður þráður í raunveruleika íslensks unglings? „Það er svo margt. Við erum að díla við sterótýpur og að finna hver maður er. Að maður eigi að vera fullorðinn en viti samt ekkert hver maður er. Við viljum tækla þessar stóru spurningar sem vofa yfir manni en maður veit ekkert hvernig á að svara. Við viljum líka taka þessa litlu hluti sem eru ekki alvarlegir en eru stór hluti af því sem mótar líf unglinga. Hvort þú klæðist réttu fötunum, hvort þú þekkir rétta fólkið, hvort þú sért að díla við kynhneigð eða hvort þú sért að vera þú sjálfur, alls konar svoleiðis.“Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda.NRKÁsa segir að vinsældir SKAM megi rekja til þess hve auðvelt sé að tengja við persónurnar og aðstæður. „Mér finnst maður sjá sig svo vel í persónunum og maður tengir við hvað þau eru að hugsa. Maður tengir við litlu hlutina, að þora ekki að segja vinum sínum að maður sé skotinn í einhverjum því þú ert stressaður að hann sé ekki nógu góður eða hann sé „out of your league“ eða hann sé eitthvað ekki nógu töff. Eða að vera stressaður yfir að maður sé að drekka of mikið því stelpur eigi ekki að gera það, þær eiga að vera pen. Eða að þora ekki að segja það sem þér finnst, þú vilt ekki vera freka konan. Ég sé smá af mér í Evu og smá af mér í Nooru og smá af mér í Chris. Þetta er lífið okkar eins og við sjáum það nema með aðeins ýktara twisti.“ Í SKAM er tekist á við ýmis erfið málefni, svo sem átraskanir og kynferðisofbeldi. Ása segir að reynt verði að gera slíkt hið sama í leikritinu. „Við viljum nota þetta tækifæri til að koma því á framfæri hvað þetta eru mikilvæg mál sem þarf að takast á við. Þetta eru hlutir sem eru algengir í íslensku samfélagi, því miður, hlutir sem eru að gerast á hverjum einasta degi. Það þarf að sýna þetta og tala um þetta. Þetta er góð leið til þess því ég held það sé auðveldara fyrir unglinga að tengja og sjá hvað er rétt að gera í gegnum skemmtilegt leikrit heldur en í gegnum forvarnarmyndband eða kynfræðslu í skólum til dæmis.“Hér fyrir neðan má sjá myndband listafélagsins um leikritið. Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Stjórn listafélags Verzlunarskólans stendur í ströngu þessa dagana. Um helgina voru tekin viðtöl við fjölmarga íslenska unglinga um þeirra raunveruleika. Viðtölin mun koma til með að mynda beinagrind að leikverki byggðu á norsku sjónvarpsþáttunum SKAM sem frumsýnt verður í nóvember. „SKAM þættirnir voru gerðir þannig að leikstjórinn, Julie Andem, fór um allan Noreg og tók viðtöl við norska unglinga um hvað væri í gangi hjá þeim og hvað þeim fyndist merkilegt að tala um og hvað væri í gangi í lífi þeirra. Við hugsuðum að það tengja allir við SKAM því það er miklu raunverulegra og miklu meira eitthvað sem við tengjum við heldur en til dæmis bandarískt sjónvarpsefni. Við vildum gera þetta enn meira fyrir íslenska krakka,“ segir Ása Valdimarsdóttir, formaður listafélagsins, í samtali við Vísi. „Við gerðum þetta í þessum stíl. Þannig að við vorum núna um helgina að taka viðtöl við íslenska unglinga. Við buðum öllum á aldrinum 16-20 sem vildu að koma í viðtöl.“ Um var að ræða nafnlaus viðtöl með leikstjóra sýningarinnar, Dominique Gyðu Sigrúnardóttur. Þar var fólk meðal annars spurt að ef þau væru að útskrifast úr menntaskóla hvað væri það sem þau sáu eftir að hafa gert eða hafa ekki gert. Viðtölin verða sem fyrr segir notuð sem beinagrind að verkinu sjálfu.Ása Valdimarsdóttir, formaður listafélags Verzlunarskóla Íslands.„Við ætlum að byggja beinagrindina á SKAM eins og það er, það verður um þennan vinahóp af fimm stelpum og þær á ýmsan hátt. Við ætlum að horfa á þessar fjórar seríur og byggja beinagrindina á þessu. Taka út aðalatriðin og gera eitt leikverk úr þessum fjórum seríum. En svo mun persónubygging og söguþráður hverrar persónu þróast út frá því sem er í gangi hjá íslenskum unglingum.“Var eitthvað sérstakt sem stóð upp úr í þessum viðtölum sem er rauður þráður í raunveruleika íslensks unglings? „Það er svo margt. Við erum að díla við sterótýpur og að finna hver maður er. Að maður eigi að vera fullorðinn en viti samt ekkert hver maður er. Við viljum tækla þessar stóru spurningar sem vofa yfir manni en maður veit ekkert hvernig á að svara. Við viljum líka taka þessa litlu hluti sem eru ekki alvarlegir en eru stór hluti af því sem mótar líf unglinga. Hvort þú klæðist réttu fötunum, hvort þú þekkir rétta fólkið, hvort þú sért að díla við kynhneigð eða hvort þú sért að vera þú sjálfur, alls konar svoleiðis.“Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda.NRKÁsa segir að vinsældir SKAM megi rekja til þess hve auðvelt sé að tengja við persónurnar og aðstæður. „Mér finnst maður sjá sig svo vel í persónunum og maður tengir við hvað þau eru að hugsa. Maður tengir við litlu hlutina, að þora ekki að segja vinum sínum að maður sé skotinn í einhverjum því þú ert stressaður að hann sé ekki nógu góður eða hann sé „out of your league“ eða hann sé eitthvað ekki nógu töff. Eða að vera stressaður yfir að maður sé að drekka of mikið því stelpur eigi ekki að gera það, þær eiga að vera pen. Eða að þora ekki að segja það sem þér finnst, þú vilt ekki vera freka konan. Ég sé smá af mér í Evu og smá af mér í Nooru og smá af mér í Chris. Þetta er lífið okkar eins og við sjáum það nema með aðeins ýktara twisti.“ Í SKAM er tekist á við ýmis erfið málefni, svo sem átraskanir og kynferðisofbeldi. Ása segir að reynt verði að gera slíkt hið sama í leikritinu. „Við viljum nota þetta tækifæri til að koma því á framfæri hvað þetta eru mikilvæg mál sem þarf að takast á við. Þetta eru hlutir sem eru algengir í íslensku samfélagi, því miður, hlutir sem eru að gerast á hverjum einasta degi. Það þarf að sýna þetta og tala um þetta. Þetta er góð leið til þess því ég held það sé auðveldara fyrir unglinga að tengja og sjá hvað er rétt að gera í gegnum skemmtilegt leikrit heldur en í gegnum forvarnarmyndband eða kynfræðslu í skólum til dæmis.“Hér fyrir neðan má sjá myndband listafélagsins um leikritið.
Tengdar fréttir Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04 Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Af hverju horfa milljón manns á norskan unglingaþátt í hverri viku? Vinahópurinn úr Hartvig Nissen menntaskólanum hefur heillað milljónir áhorfenda. 16. desember 2016 13:04