Axlar- og rifbeinsbrotnaði í Vesturbæjarlaug Jakob Bjarnar skrifar 11. júlí 2017 10:50 Friðbjörg segir ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu. Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá. Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira
Friðbjörg Ingimarsdóttir menningarfræðingur datt illa fyrir tæpri viku, eða 5. þessa mánaðar, í Vesturbæjarlauginni í bröttum og hálum tröppum sem liggja úr búningsklefa kvenna og út í laugina. Afleiðingar fallsins voru þær að hún axlar- og rifbeinsbrotnaði. „Ég þakka fyrir að mjaðmagrindin brotnaði ekki líka,“ segir Friðbjörg í samtali við Vísi.Stórhættulegar aðstæður Friðbjörg var á leið í göngu um Hellismannaleið að Fjallabaki með bakpoka og var sundlaugarferðin liður í undirbúningi fyrir þá ferð. Sem aldrei verður farin. Friðbjörg, sem tekur það fram að henni þyki afar vænt um sundlaugarnar og starfsfólkið þar sem er miður sín vegna atviksins, segir að í hinum bröttu tröppum hafi verið búið að fjarlæga allar hálkuvarnir. Og þannig hafi þetta verið í um mánuð.Hinar háskalegu tröppur í Vesturbæjarlauginni.Friðbjörg er sem von er afar ósátt við þetta. „Það er ekki boðlegt að bjóða uppá stórhættulegar sleipar tröppur í sundlaug og tefla þannig heilsu og lífi fólki í tvísýnu.“Engar hálkuvarnir Friðbjörg segir að það hefði átt að loka þessari leið þar til búið væri að koma þessu í viðunandi horf. Tröppurnar, sem eru flísalagðar, eru gamlar og slitnar. Þarna er mikill umgangur og þær því ávallt blautar og flughálar. Ekki sé hægt að koma því við að skafa. Til er efni sem bera má á flísar til að gera þær stamar en ekki hafi verið gripið til þess. Ekkert viðnám er fyrir blauta fætur og þannig hefur þetta verið í um mánuð. Reyndar sé, eftir slysið, búið að setja upp eitthvað til bráðabirgða. Friðbjörg hefur skrifað heilbrigðiseftirlitinu sem og byggingarfulltrúa og bent á að þetta sé ekki viðunandi.Ætlar að kæra Þá hefur hún haft samband við lögreglu og pantað tíma því hún hyggst kæra þetta. „Því mér finnst þetta vítavert. Hvaða ábyrgð ber forstöðumaðurinn? Ég hef heyrt að talsvert fleiri hafi dottið þarna þó kannski hafi enginn lent eins illa í því og ég,“ segir Friðbjörg. Hún er reyndar ekki bjartsýn á að það komi neitt út úr kærunni. Hún veit til svipaðs atviks og kæru í kjölfarið sem var í Garðabæ, en það kom ekkert út úr því; engar skaðabætur - hvorki eitt né neitt. En, Friðbjörg vill láta á þetta reyna og spyr hver sé réttur borgaranna þegar svona kemur upp á. „Hvernig samfélag er þetta? Þarf maður að lenda á örorku? Ég er hér heima í fatla út júlí og ágúst.“ Hafliði Halldórsson er forstöðumaður Vesturbæjarlaugar. Blaðamaður Vísis reyndi að ná tali af honum en hann er í sumarfríi um þessar mundir. Samkvæmt upplýsingum í afgreiðslu er enginn sem er í forsvari fyrir laugina meðan Hafliði er frá.
Reykjavík Sundlaugar Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Skrifa ný drög að friðaráætlun Erlent Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Drógu Hildi aftur í land Innlent Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Innlent Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút Erlent Fleiri fréttir Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Sjá meira