Stöðugri ferðamannastraumur til höfuðborgarinnar en landsbyggðarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 08:39 Ferðamannastraumurinn til Mývatns dregst töluvert saman á veturna en helst stöðugri á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Fjöldi ferðamanna á höfuðborgarsvæðinu er svipaður á sumrin og veturna en í öðrum landshlutum, sérstaklega fyrir utan suðvesturhornið, koma mun færri ferðamenn utan háannatíma. Þetta er á meðal þess sem lesa má út úr gögnum Rannsóknarsetur verslunarinnar sem byggjast á upplýsingum um staðsetningu og fjölda erlendra símtækja sem eru í reiki hjá Símanum. Gögnin ná frá júní 2016 til febrúar 2017.Greining Arionbanka á gögnunum sýnir að mikill munur er á árstíðarsveiflu eftir einstökum ferðamannastöðum. Þannig heimsækja ívið fleiri ferðamenn Mývatn en Þingvelli á sumrin. Þá eru á bilinu 3-4% ferðamanna á landinu staddir á hvorum stað fyrir sig. Á veturna halda Þingvellir velli með 4% ferðamanna en á Mývatni fer hlutfallið niður í 1%.Þrjú til fimm þúsund ferðamenn á ferkílómetra í miðborginniÞetta á við um aðra staði sem eru utan suðvesturhornsins. Arionbanki segir að því nær Keflavíkurflugvelli sem staðir eru, því minni sveiflur verða í ferðamannafjölda á milli árstíða. Farsímagögnin sýna einnig að þó að ferðamenn eyði nóttunni í höfuðborginni þá verja þeir deginum utan hennar. Þannig eru 45% símtækja staðsett í borginni kl. 3 að nóttu en 35% kl. 15. Fimmtungur ferðamanna dvelur í miðborginni á hverjum degi miðað við tölurnar. Arionbanki reiknar út að á bilinu þrjú til fimm þúsund ferðamenn séu á hvern ferkílómetra í miðbænum á hverri nóttu í ár.Hátt í helmingur ferðamanna á Íslandi ver nóttinni í Reykjavík á degi hverjum.Hrun í ferðaþjónustu ekki væntanlegt Bankinn telur nýjustu tölur um fjölda gistinótta erlendra ferðamanna á hótelum og ýmislegt fleira benda til þess að toppinum í vexti ferðamennsku á Íslandi hafi verið náð. Ekki sé þó samasemmerki á milli minni vaxtar og samdráttar. Hrun ferðaþjónustunnar sé því ekki fyrirsjáanlegt þó að það sé vissulega ekki ómögulegt. Eftir gríðarlega fjölgun gistinátta á hótelum á síðasta ári og byrjun þessa árs, eða 20-60% fjölgun milli ára, hægði verulega á vextinum í maí og fór hann í 6,1%, þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fjölgað um tæp 18% skv. talningu Ferðamálastofu. Gistinóttum á hótelum á höfuðborgarsvæðinu fækkaði um 1% milli ára í maí. Sú framvinda er að hluta til framhald af þeirri þróun sem hófst á síðasta ári þegar dvalartími ferðamanna tók að styttast þannig að gistinóttum fjölgaði hægar en ferðamönnum, að mati greinenda Arionabanka. „Það kann einnig að vera að sterkt gengi krónunnar sé að leiða til þess að ferðamenn séu í auknum mæli að kjósa ódýrari gistingu, t.d. í tjöldum, heimahúsum, í húsbílum eða á gistiheimilum,“ segir í grein bankans.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira