Raflínur úr lofti í jörð Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. júlí 2017 06:00 Lengd loftlína minnkar og þær verða síður sýnilegar. VÍSIR/VILHELM Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Stjórnvöld leggja til að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfi raforku hækki úr 43 prósentum í að minnsta kosti 80 prósent á næstu tveimur áratugum. Sérfræðingur hjá Landsnet segir allar nýjar lagnir fyrirtækisins, nema á hæsta spennustigi, hafa verið lagðar í jörðu. Í lok júní voru birt drög að þingsályktunartillögu um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu flutningskerfi raforku. Þar er lagt til að hlutfall jarðstrengja í kerfinu aukist jafnt og þétt á næstu árum, á kostnað loftlína. Um leið muni lengd loftlína minnka, þannig að þær verði ekki eins sýnilegar í íslenskri náttúru, auk þess sem þær verði að mestu fjarri friðlýstum svæðum og muni ekki liggja inn í þéttbýlisstaði. Vilji stjórnvalda stendur til þess að hlutfall jarðstrengja í flutningskerfinu verði komið í fimmtíu prósent árið 2020 og áttatíu prósent árið 2035. Hlutfallið er nú um það það bil 43 prósent. Í tillögunni kemur fram að nota skuli jarðstrengi að meginstefnu til við lágspennt dreifikerfi og landshlutakerfi og er jafnframt bent á að möguleikar séu fyrir hendi til þess að auka verulega hlutfall jarðstrengja við háspennu í meginflutningskerfinu.Magni Þór PálssonMeginflutningskerfið og aðrar raflínur á 132 kílóvolta spennustigi eða hærra eru samtals tæplega 2.200 kílómetrar, en þar af eru aðeins fimm prósent, um 110 kílómetrar, í jarðstreng. Landsnet hefur margsinnis bent á að kostnaður við að leggja jarðstreng sé margfalt meiri en við loftlínu. Ljóst er þó að munurinn fer sífellt minnkandi, líkt og áréttað er í tillögu stjórnvalda, og nálgast sá tími óðfluga að jarðstrengir fyrir háspennu verði samkeppnishæfir við loftlínur í verði. Magni Þór Pálsson, verkefnastjóri rannsókna hjá Landsneti, segir markmið stjórnvalda ansi metnaðarfull. „Með áframhaldandi sama takti er ekki óraunhæft að hlutfall jarðstrengja verði komið í fimmtíu prósent árið 2020,“ segir hann. Hvort hlutfallið verði orðið 85 prósent árið 2032 sé hins vegar erfiðara að segja til um. Það sé vissulega metnaðarfullt, en eigi eftir að koma í ljóst hvort það sé raunhæft. Magni segir dreififyrirtækin, svo sem Rarik og Veitur, hafa staðið sig vel við að leggja dreifikerfi til sveita í jörðu á lágu spennustigi. Það sé orðið hagstæðara, fjárhagslega séð, heldur en að reisa loftlínur. Landsnet hafi fylgt sömu stefnu, en til marks um það hafi allar nýjar 66 og 132 kílóvolta lagnir fyrirtækisins verið lagðar í jörðu. Sem stendur er þó enginn jarðstrengur í flutningskerfinu á hæsta spennustiginu, 220 kílóvoltum. „Allar nýjar lagnir okkar á næst hæsta spennustigi, 132 kílóvoltum, hafa verið í jörðu. Við gáfum fyrr á árinu út skýrslu um mögulegar jarðstrengslagnir í fyrirhuguðu 220 kílóvolta flutningskerfi á Norðurlandi og þar eru greindir möguleikar á því að leggja hluta af línunum í jörðu. Við erum til dæmis að skoða alvarlega að leggja hluta af nýrri línu frá Akureyri vestur á Hólasand eða Kröflu í jörðu, um tólf kílómetra kafla,“ nefnir Magni Þór. Eins séu sérfræðingar Landsnets að kanna hvort mögulegt sé að leggja hluta af núverandi 132 kílóvolta byggðalínu í jörðu, að því gefnu að ráðist verði í að byggja upp nýtt 220 kílóvolta flutningskerfi í lofti.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira