Sextán ára stúlka hugmyndasmiðurinn að emoji með hijab Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 11:04 Tilfinningatákn með höfuðslæðu, eða hijab, bætist í flóruna seinna á þessu ári. Skjáskot/Apple Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“ Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira
Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“
Mest lesið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Fleiri fréttir Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Sjá meira