Sextán ára stúlka hugmyndasmiðurinn að emoji með hijab Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 19. júlí 2017 11:04 Tilfinningatákn með höfuðslæðu, eða hijab, bætist í flóruna seinna á þessu ári. Skjáskot/Apple Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“ Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira
Konur um allan heim sem klæðast slæðu um höfuðið munu brátt fá tilfinningatákn (e. emoji) sem endurspeglar klæðnað þeirra. Nýja táknið er liður í því að auka fjölbreytni í emoji flórunni. Rayouf Alhumedhi, sextán ára stúlka frá Sádí Arabíu sem búsett er í Vín í Austurríki, sendi hugmyndina að hijab emoji til Unicode, fyrirtækisins sem hannar emoji, á síðasta ári. Hún segist himinlifandi með að Apple hafi samþykkt hugmyndina. Nýja hijab klædda tilfinningatáknið var kynnt á mánudaginn, alþjóðlega emoji deginum, og er hluti af nýju safni sem bætist við þau þúsund tákna sem eru þegar í tækjum Apple, seinna á þessu ári. „Ég er mjög sátt með hvernig hann lítur út,“ sagði Alhumedi í samtali við CNN. „Ég sá svo margar hugmyndir, mismunandi liti og stíla en ég vissi ekki hvernig lokaútkoman yrði. Ég er bara svo spennt að hann sé loksins kominn eftir alla vinnuna, öll skrifin.“ Alhumedhi sá hinn nýja emoji í fyrsta skipti á mánudagskvöld þegar tilkynningin kom frá Apple. Vinur hennar sendi henni skilaboð með hlekk á grein Buzzfeed þar sem táknið er nefnt eftir henni. „Ég fékk fréttirnar eins og allir aðrir,“ segir Alhumedhi.Hugmyndin kviknaði í hópspjalli Hugmyndina fékk hún í svefnherberginu sínu í Berlín, þar sem hún bjó á þeim tíma. „Ég var að útbúa hópspjall með vinum mínum á WhatsApp og það var enginn emoji sem gat táknað mig,“ segir hún. „Mér fannst alveg ótrúlegt að það væri enginn emoji sem gæti táknað mig og að það séu milljónir kvenna sem ganga með hijab um allan heim. Eg hafði ekki hugmynd um hvernig hann ætti að líta út, ég vildi bara að hann yrði aðgengilegur í mörgum húðlitum. Milljónir kvenna af öllum kynþáttum ganga með slæðu.“ Hún hafi strax skrifað upp hugmynd og sent hana til Unicode. „Ég gerði þetta rosa hratt. Ég skildi ekki hversu stórt mál þetta væri.“ Boltinn fór þó að rúlla og hlaut hugmynd Alhumedhi stuðning margra í tæknibransanum, meðal annars frá Alexis Ohanian, einum stofnanda Reddit.Vonar að fólk gleðjist Sumir telja að táknið sendi röng skilaboð, að hijab sé kúgunartæki og að með þessu sé Apple að sýna stuðning við kúgun kvenna. Alhumedhi segist meðvituð um að þetta muni valda hneykslan margra. „Einhverjir munu reyna að misnota táknið, nota emoji-inn til að særa og viðhalda staðalímyndum,“ segir hún. „En í stóra samhenginu held ég að þetta verði gott fyrir múslima. Jafnvel þó þetta sé bara spurning um sýnileika. Þetta er bara emoji. Þetta er ekki stór breyting. En þetta gerir fólk hamingjusamt, ég vona það.“ Hún segist einnig vona að táknið auki umburðarlyndi. Þegar konur með hijab fari að sjást á símum fólks muni það festa það í stein að um venjulegt fólks é að ræða. „Ég vildi vera sýnileg, það er svo einfalt. Ég vildi bara emoji sem var eins og ég.“
Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið Helga Margrét tekur við af Króla Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Sjá meira