Hvítir bílar eru aðalmálið núna Guðný Hrönn og Stefán Þór Hjartarson skrifa 5. júlí 2017 16:45 Hvítir bílar þykja afar smart um þessar mundir. Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“ Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira
Það fer ekkert á milli mála að við erum í miðju blússandi góðæri. Samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu er hefur sala á nýjum bílum aukist um tæp 13 prósent frá því í fyrra. Toyota trónir á toppnum yfir mest seldu bíltegundirnar – Yaris, Rav4 og Land Cruiser eru vinsælustu undirtegundirnar. Eitt sinn þótti ekki sérlega smart að keyra um á hvítum bílum en nú er öldin önnur og hvítur er tískuliturinn í ár í bílaheiminum. Hvítur er nefnilega vinsælasti liturinn núna – en á fyrstu sex mánuðum ársins hafa selst 3.960 hvítir bílar. Í öðru sæti eru svo gráir. Gráir bílar hafa þó selst töluvert minna eða 2.365 stykki. Það er kannski erfitt að halda því fram að Yaris sé í tísku – líklegra er að hann sé mikið keyptur af „venjulegu“ fólki sem vill sparneytinn og traustan bíl á góðu verði. Hins vegar má alveg tala um tísku þegar hvíti liturinn er ræddur. Lengi vel voru hvítir bílar nánast hlægilegir, klisjur eins og „drullan sést best á þeim“ og að um leið og að þú keyrir hvítan bíl sé hann fallinn þvílíkt í verði og fleira. Í dag má finna litinn á lúxus- sem og fjölskyldubílum. Audi hafa verið mjög duglegir að selja hvíta bíla – bílablaðamaður Business Insider talar um í grein árið 2013 að Audi sé framleiðandinn sem gerði hvíta bíla vinsæla og telur þar upp tölur framleiðandans um sölu á hvítum bílum sem fóru frá 119 árið 2006 í yfir 30 þúsund árið 2012. Þó er mögulegt að við séum á hátindi ákveðinnar tískubylgju en svo virðist sem litagleðin sé að koma aftur inn – framleiðendur eru farnir að markaðssetja töluvert af litríkum bílum og nýjum litum eins og pastellitum og fleira. Perluhvítur er málið„Það fer mikið eftir því hvaða gerð af bíl, en annars erum við Íslendingar svolítið fastir í svörtu, hvítu og gráu,“ segir Arnar Sigurðsson, ráðgjafi hjá bílaumboðinu BL, inntur eftir því hvaða litir á bílum séu vinsælastir um þessar mundir. „Silfurlitur er svolítið að koma aftur, hins vegar hafa flestir framleiðendur farið í að koma með aðrar útfærslur af gráa litnum sem eru mjög flottar, t.d. frá Land Rover,“ segir Arnar og nefnir litina Silicon Silver, Aruba, Waitomo Grey og Carpathian Grey sem dæmi um vinsæla liti. Aðspurður hvort hann sjálfur taki eftir auknum vinsældum hvíta litarins segir Arnar: „Já, perluhvítur hefur aðeins bætt í vinsældir hvíta litarins aftur.“
Mest lesið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist RÚV hættir við Söngvakeppnina Lífið Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Sjá meira