Júlíspá Siggu Kling – Tvíburinn: Eina sem fýlan gerir er að hindra þig 7. júlí 2017 09:00 Elsku Tvíburinn minn. Þetta er sko sumarið þitt, ef eitthvert sumar er það. Þótt þú sért kannski ekkert allt of ánægður með veðrið þá elskar þú samt birtuna og þú ert eina merkið sem vinnur best á sumrin. Tvíburinn er sumarorka og það er eins og það séu vissir töfrar eða galdrar í loftinu sem gera þér kleift að fá þínu framgengt. Röddin er söngur sálarinnar og þú ert sumarsálin, en ef þú ferð í fýlu þá mun ekkert gott koma út úr því. Það eina sem fýlan gerir er að hindra þig á þessum dásamlega tíma þínum. Þú þarft að daðra við fólk í kringum þig og nota falleg orð til að fá þínu framgengt. Þú færð ekkert með hörkunni en allt með mýktinni, svo settu mildi í röddina þegar þú talar við þann sem þú vilt hafa með þér í liði. Eins og þú ert æðislegur þá getur þú á nokkrum mínútum lagt partíið í rúst ef þú pirrast. Þú ert hjálparhella margra þannig að gerðu það með glöðu geði að hjálpa öðrum. Eftir því sem þú hjálpar öðrum meira, því betur gengur þér og þetta er staðreynd! Þú ert svo smitandi týpa með þinni skemmtilegu orku sem smitast út um allt þannig að fólk verður tilbúið að láta óskir þínar verða að veruleika. En þú getur aldrei orðið númer eitt nema þú berir líka virðingu fyrir því fólki sem þú þolir ekki. Ef þig vantar að losna við einhvern úr lífi þínu þá skalt þú sjá þessa manneskju fyrir þér og alveg sama hvað hún hefur gert þér, þá skaltu þakka henni fyrir. Segðu nafn hennar skýrt og segðu svo: „Nú mátt þú fara.“ Sjáðu manneskjuna svo fyrir þér ganga burt og verða minni og minni, og þannig lokar þú á orkuna frá þessari manneskju. Ef þér finnst hlutirnir hafa verið þaktir drama er það líka vegna þess að þér líkar sú spenna sem drama gefur, svo út með drama og inn með hamingjuna! Þú hefur það í þinni orku að hafa kynþokka á við sautján manns. En það mun ekki gagnast þér í eina mínútu að hafa margar manneskjur sem þú hefur möguleika á í ástinni í kringum þig, svo slepptu öllum efa í ástinni og farðu að treysta, trúa og byggja upp. Ef ég væri ekki svo heppin að vera rísandi Tvíburi hefðuð þið aldrei heyrt í mér því ég er svo lokað Naut. Svo þú skalt faðma þennan margbreytileika og þora. Þú hefur útgeislun sem lýsir eins og friðarljós Yoko Ono í Viðey, nýttu þér það! Mottóið þitt er: Ég elska lífið og lífið elskar mig Ást og friður, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Elsku Tvíburinn minn. Þetta er sko sumarið þitt, ef eitthvert sumar er það. Þótt þú sért kannski ekkert allt of ánægður með veðrið þá elskar þú samt birtuna og þú ert eina merkið sem vinnur best á sumrin. Tvíburinn er sumarorka og það er eins og það séu vissir töfrar eða galdrar í loftinu sem gera þér kleift að fá þínu framgengt. Röddin er söngur sálarinnar og þú ert sumarsálin, en ef þú ferð í fýlu þá mun ekkert gott koma út úr því. Það eina sem fýlan gerir er að hindra þig á þessum dásamlega tíma þínum. Þú þarft að daðra við fólk í kringum þig og nota falleg orð til að fá þínu framgengt. Þú færð ekkert með hörkunni en allt með mýktinni, svo settu mildi í röddina þegar þú talar við þann sem þú vilt hafa með þér í liði. Eins og þú ert æðislegur þá getur þú á nokkrum mínútum lagt partíið í rúst ef þú pirrast. Þú ert hjálparhella margra þannig að gerðu það með glöðu geði að hjálpa öðrum. Eftir því sem þú hjálpar öðrum meira, því betur gengur þér og þetta er staðreynd! Þú ert svo smitandi týpa með þinni skemmtilegu orku sem smitast út um allt þannig að fólk verður tilbúið að láta óskir þínar verða að veruleika. En þú getur aldrei orðið númer eitt nema þú berir líka virðingu fyrir því fólki sem þú þolir ekki. Ef þig vantar að losna við einhvern úr lífi þínu þá skalt þú sjá þessa manneskju fyrir þér og alveg sama hvað hún hefur gert þér, þá skaltu þakka henni fyrir. Segðu nafn hennar skýrt og segðu svo: „Nú mátt þú fara.“ Sjáðu manneskjuna svo fyrir þér ganga burt og verða minni og minni, og þannig lokar þú á orkuna frá þessari manneskju. Ef þér finnst hlutirnir hafa verið þaktir drama er það líka vegna þess að þér líkar sú spenna sem drama gefur, svo út með drama og inn með hamingjuna! Þú hefur það í þinni orku að hafa kynþokka á við sautján manns. En það mun ekki gagnast þér í eina mínútu að hafa margar manneskjur sem þú hefur möguleika á í ástinni í kringum þig, svo slepptu öllum efa í ástinni og farðu að treysta, trúa og byggja upp. Ef ég væri ekki svo heppin að vera rísandi Tvíburi hefðuð þið aldrei heyrt í mér því ég er svo lokað Naut. Svo þú skalt faðma þennan margbreytileika og þora. Þú hefur útgeislun sem lýsir eins og friðarljós Yoko Ono í Viðey, nýttu þér það! Mottóið þitt er: Ég elska lífið og lífið elskar mig Ást og friður, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður, Bjartmar Guðlaugsson, söngvari og snillingur.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira