Innlent

Nafn konunnar sem lést við Kirkjufell

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Konan var á ferðalagi um Ísland.
Konan var á ferðalagi um Ísland. Vísir
Konan sem lést í gær eftir að hafa fallið niður Kirkjufell á Snæfellsnesi hét Agata Bornikowski. Hún var frá Póllandi og fædd árið 1974. Þetta kemur fram í frétt Mbl.

Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu í gær féll konan, sem var á ferðalagi um Ísland, úr mikilli hæð, um fimmtíu metra. Slysstaðurinn var í sunnanverðum hlíðum Kirkjufells en áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar náði að hífa konuna upp og flytja hana á Landspítalann í Reykjavík.

Þá segir í frétt Mbl að konan hafi verið stödd hér á landi ásamt eiginmanni sínum og öðru pari.


Tengdar fréttir

Lést við fallið í Kirkjufelli

Erlend ferðakona sem féll um fimmtíu metra í Kirkjufelli á Snæfellsnesi í dag er látin. Ríkisútvarpið (RÚV) greindi frá þessu nú í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×