Sér ekki að innanlandsflug verði flutt úr Vatnsmýri á næstu árum Sæunn Gísladóttir skrifar 23. júní 2017 07:00 Jón Gunnarsson samgönguráðherra hefur átt sæti á Alþinig frá 2007 en hann er þingmaður suðvesturkjördæmis. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
„Ég hef aldrei sagt að ég vilji absalút hafa innanlandsflugvöllinn í Vatnsmýrinni. Það er bara einhver misskilningur,“ segir Jón Gunnarsson samgönguráðherra. Eins og greint var frá í gær vonast Jón til að hægt verði að hefja framkvæmdir á næsta ári við nýja flugstöð í Vatnsmýrinni. Í Morgunblaðinu á miðvikudag var fullyrt að að mati Jóns væri miðstöð innanlandsflugs í Vatnsmýri til frambúðar. Framkvæmdir í Vatnsmýri er ekki að finna í Fjármálaáætlun 2018-2022. Að mati Jóns er samt hægt að ganga í verkið. „Það er ekki víst að ríkið þurfi endilega að byggja þessa flugstöð. Við getum fengið aðra til þess.“ Áform Jóns hafa farið öfugt ofan í suma stjórnarliða. Jón bendir hins vegar á að á meðan engin ákvörðun hafi verið tekin um að flytja miðstöðina úr Vatnsmýrinni þýði ekki annað en að halda áfram bráðnauðsynlegri uppbyggingu þar. „Ég hef enga trú á að við séum að fara að byggja flugvöll eða flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni á allra næstu árum. Þá ætti eftir að fara í mikla vinnu og undirbúning.“Jón Gunnarsson telur að miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýrinni verði ekki flutt á allra næstu árum. Fréttablaðið/EyþórBorgarstjóri hefur talað um að borgin gefi ekki leyfi fyrir framkvæmdinni nema nýja flugstöðin verði færanleg. Jón segir að ef verði ákveðið að byggja nýjan flugvöll eða flytja miðstöðina þurfi húsið að geta þjónað einhverjum öðrum tilgangi. Jón hefur skipað nýja nefnd til að taka við keflinu af Rögnunefndinni sem komst að því að Hvassahraun væri álitlegasti staðurinn fyrir innanlandsflug. Jón telur margt ábótavant í vinnu nefndarinnar. „Við erum að láta vinna núna skýrslu um öryggishlutverk vallarins sem ég tel að hafi verið vanreifað í skýrslu Rögnunefndar. Sú skýrsla kemur væntanlega út í sumar.“ Jón nefnir einnig upplýsingar um að Hvassahraunsstaðurinn sé á vatnsupptökusvæði sveitarfélaga Suðurnesja. „Það þarf að skoða. Svo skoðuðu menn ekki heldur af neinu viti að breyta legu flugvallarins í Vatnsmýrinni og reyna að mæta sjónarmiði þeirra sem vilja land undir byggingar. Það verður verkefni þessa starfshóps að kafa ofan í þetta allt saman,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira