Réttindalaus á hjólabát bakkaði yfir ferðakonu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. júní 2017 07:00 Útsýnið aftan úr hjólabátnum á planinu þar sem slysið varð. Mynd/RNSA Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
Afmarka þarf betur umferð gangandi vegfarenda, ökutækja, hjólabáta og þyrla við Jökulsárlón til að tryggja öryggi. Þessum tilmælum beinir Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eigenda jarðarinnar Fells og rekstraraðila, það er íslenska ríkisins og Vatnajökulsþjóðgarðs, í skýrslu um slys er varð á jörðinni árið 2015. Slysið varð á malarplani þar sem ökumaður hjólabáts var að bakka. Þá stóðu þrír ferðamenn aftan við bátinn og fylgdust með þyrlu sem var að lenda til að sækja þá. Skipstjóri bátsins bakkaði á fólkið og kanadísk kona varð undir afturhjóli bátsins og lést samstundis. Lögregla rannsakaði málið en ekki fengust upplýsingar í gær um hvort þeirri rannsókn væri lokið. Bakkmyndavél bátsins Jaka var biluð og enginn baksýnisspegill var stjórnborðsmegin. „Hafði skipstjórinn ekki litið sjálfur yfir svæðið fyrir aftan bátinn áður en hann bakkaði,“ segir í skýrslunni. „Treysti skipstjórinn alfarið á þann sem gaf merki um að í lagi væri að bakka farartækinu.“ Skipstjórinn hafði ekki réttindi til að stýra bátnum. Hann hafi verið með réttindi til að stjórna skipum styttri en tólf metrar að lengd, áður nefnd þrjátíu brúttótonn, en samkvæmt haffærisskírteini Jaka þarf skipstjóri að hafa gild réttindi til að stýra farþegaskipum undir 65 brúttótonnum. Skipstjórinn hafi sömuleiðis ekki haft réttindi til að flytja fleiri en tólf farþega en í umræddri ferð voru farþegarnir 24. Þar sem bátnum er einnig ekið á landi er óljóst hvort réttindi þurfi til farþegaflutninga á landi en slík réttindi hafði skipstjórinn ekki. „Samkvæmt skipstjóranum uppfyllti hann þær kröfur um réttindi sem eigandi Jaka gerði við ráðningu hans,“ segir í skýrslunni. Ekki náðist í Einar Björn Einarsson, eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins Jökulsárlóns sem gerir út hjólabátinn, við vinnslu fréttarinnar. Rannsóknarnefndin setur fram fimm tillögur í öryggisátt í skýrslunni. Auk fyrrnefndrar tillögu um afmörkun umferðar segir að nauðsynlegt sé að öryggisbúnaði báta verði haldið í fullkomnu lagi og að til sé varabúnaður. Heppilegast væri að aldrei þyrfti að bakka bátunum sökum slæms útsýnis frá þeim á landi. „Nefndin bendir sérstaklega á það í ljósi þessa slyss að reglur verði settar um öryggisbúnað slíkra farartækja,“ segir í skýrslunni. Kröfur um réttindi til að stýra hjólabátum eru óljósar og telur rannsóknarnefndin ófullnægjandi að miða kröfur eingöngu við haffæri þar sem bátunum sé einnig ekið með og án farþega á landi. Samgöngustofa þurfi að skoða sérstaklega skráningu, kröfur og réttindi til að aka og sigla slíkum bátum. Samgöngustofu er einnig ráðlagt að setja verklagsreglur um lendingarstaði fyrir þyrlur í atvinnuskyni og einkaflugi. Því er beint til rekstraraðila að skipstjórar sem stýri hjólabátum hafi tilskilin réttindi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira