Vaknaði úr roti og gekk berserksgang Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. júní 2017 19:34 Héraðsdómur Suðurlands er á Selfossi. Vísir/Pjetur Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri var í Héraðsdómi Suðurlands í dag sakfelldur fyrir að hafa gengið berserksgangi inni í íbúð á Suðurlandi árið 2014 og unnið þar verulegar skemmdir. Honum var hins vegar ekki gerð refsing í málinu en gert að greiða allan sakarkostnað og rúmlega 1,5 milljónir króna í málsvarnarlaun verjanda síns. Tjónið nam rúmlega þremur milljónum króna. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa lamið og sparkað í hurðir og húsbúnað, velt innanstokksmunum um koll og stungið með eggjárni í hurðir og veggi, með þeim afleiðingum að klósettkassi brotnaði svo vatn flæddi um gólf, rúða brotnaði í útidyrahurð, sjö innihurðir og karmar brotnuðu eða skemmdust. Þá skemmdist fatahengisslá, stóll og bókahilla og blóð fór í gólfteppi hússins, að því er segir í ákærunni.Bar fyrir sig minnisleysi Maðurinn sagðist hafa setið að sumbli umrætt kvöld, hinn 14. desember 2014. Hann hafi drukkið landa og nokkuð mikið af honum. Sagðist hann ekki hafa munað eftir að hafa gengið berserksgang inni í íbúðinni og ekkert vitað fyrr en hann hafi vaknað í handjárnum. Þá kvaðst hann hafa verið kýldur en ekki muna eftir því og ekki vita hver hefði verið þar að verki. Hann hefði legið í glerbrotum þegar hann vaknaði og sennilega fengið skurði á ökkla og vör vegna þess.Vaknaði reiður Fjölmörg vitni komu fyrir dóm vegna málsins og í máli þeirra kom fram að til einhverra átaka hefði komið inni í stofunni og að maðurinn hefði á endanum verið kýldur með þeim afleiðingum að hann féll aftur fyrir sig og rotaðist. Nánast öll vitnin sögðu að þegar maðurinn vaknaði hafi hann strax orðið mjög reiður, farið að leita að þeim sem sló hann og valdið skemmdum á íbúðinni. Ákærði fór í fyrstu fram á sýknu en féll hins vegar frá þeirri kröfu eftir framburð vitna í málinu. Verjandi mannsins taldi hins vegar að ekki ætti að refsa honum vegna þess höfuðhöggs sem hann hlaut, en dómurinn sagði enginn læknisfræðileg gögn hafa verið lögð fram um áhrif höggsins á manninn. Maðurinn hefur hlotið fimm refsidóma frá atvikinu og ákvað dómurinn því að gera honum hegningarauka vegna eignaspjallanna, en ekki frekari refsing. Farið var fram á 4,3 milljónir í skaðabætur í fyrstu – en fallið var frá þeirri kröfu.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira