Sumarspá Siggu Kling - Ljónið: Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur 2. júní 2017 09:00 Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira