Sumarspá Siggu Kling - Sporðdrekinn: Gott fyrir þig að hafa marga bolta á lofti 2. júní 2017 09:00 Elsku Sporðdrekinn minn, það væri svo rosa gott fyrir þig að hætta bara að hugsa. Allt of margar hugsanir og pælingar skapa í raun bara rykugan heila. Þú magnar upp allt sem þú hugsar og síendurteknar hugsanir af hinu sama þreyta þennan sólríka persónuleika þinn. Við hugsum 65 þúsund hugsanir á hverjum degi og í 90% tilfella eru þetta sömu hugsanirnar og í gær, þetta getur haft lamandi áhrif. Þú ert að fara í tímabil þar sem þú finnur fyrir miklu frelsi. Líkaminn verður þér góður og heilsan, sem skiptir svo miklu máli, verður betri með hverjum deginum. Þú ert svo ótrúlega sterkbyggður og kraftmikill. Svo ertu einstaklega viljasterkur og þar sem er vilji, þar er vegur. Hvatvísin og fljótfærnin á það svo til að skemma fyrir þér, svo teldu upp að tíu áður en þú sendir skilaboð út eða lætur fólk fara í taugarnar á þér, fólk sem þú jafnvel þekkir ekki neitt. Gefðu þessu tímabili mikla þolinmæði því „þolinmæði“ er lausnarorðið til að allt fari eins og þú vilt. Það hefur komið fyrir þig að verða alveg örmagna af þreytu þó þú hafir ekki ástæðu til. Þú þarft að skoða það mjög nákvæmlega hvað vantar í líkamann þinn, hvort þú þurfir að fara í blóðprufu, laga mataræðið eða bara einfalda allt í kringum þig í lífinu. En þetta sumar skapar skemmtileg tækifæri, gefur þér meiri möguleika á að gera það sem þig dreymir um og þú finnur mikla þörf til að standa með sjálfum þér. Í ástinni skaltu ekki láta þörf fyrir spennu grípa þig heljartökum, það sama á við um hvatvísina. Ég elska hins vegar hvatvísa Sporðdreka því þeir eru svo miklu meira spennandi en allir aðrir, en núna þarftu að hafa mikla stjórn, sem er nákvæmlega það sem gerist hjá þér. Og ég vil bæta við að þú gerir eitthvað svo góða samninga á næstunni og nærð að ganga frá hlutum sem þig langar svo mikið til að klára innan nokkurra mánaða. Þetta mun skapa þér öryggi. Það er gott fyrir þig að hafa marga bolta á lofti, geta svolítið hlaupið úr einu í annað í staðinn fyrir að vinna bara í einu í algjöru í öryggi. Það er svo ótalmargt sem þú getur, en þú þarft bara að gera þér grein fyrir því.Mottó: Ekki bíða eftir því að tækifærin komi, farðu bara og sæktu þau – þú hefur það sem til þarf!Frægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari, Björk, Indira Ghandi, Karl bretaprins, Hillary Clinton, Leonardo DiCaprio, Magnús Scheving, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira
Elsku Sporðdrekinn minn, það væri svo rosa gott fyrir þig að hætta bara að hugsa. Allt of margar hugsanir og pælingar skapa í raun bara rykugan heila. Þú magnar upp allt sem þú hugsar og síendurteknar hugsanir af hinu sama þreyta þennan sólríka persónuleika þinn. Við hugsum 65 þúsund hugsanir á hverjum degi og í 90% tilfella eru þetta sömu hugsanirnar og í gær, þetta getur haft lamandi áhrif. Þú ert að fara í tímabil þar sem þú finnur fyrir miklu frelsi. Líkaminn verður þér góður og heilsan, sem skiptir svo miklu máli, verður betri með hverjum deginum. Þú ert svo ótrúlega sterkbyggður og kraftmikill. Svo ertu einstaklega viljasterkur og þar sem er vilji, þar er vegur. Hvatvísin og fljótfærnin á það svo til að skemma fyrir þér, svo teldu upp að tíu áður en þú sendir skilaboð út eða lætur fólk fara í taugarnar á þér, fólk sem þú jafnvel þekkir ekki neitt. Gefðu þessu tímabili mikla þolinmæði því „þolinmæði“ er lausnarorðið til að allt fari eins og þú vilt. Það hefur komið fyrir þig að verða alveg örmagna af þreytu þó þú hafir ekki ástæðu til. Þú þarft að skoða það mjög nákvæmlega hvað vantar í líkamann þinn, hvort þú þurfir að fara í blóðprufu, laga mataræðið eða bara einfalda allt í kringum þig í lífinu. En þetta sumar skapar skemmtileg tækifæri, gefur þér meiri möguleika á að gera það sem þig dreymir um og þú finnur mikla þörf til að standa með sjálfum þér. Í ástinni skaltu ekki láta þörf fyrir spennu grípa þig heljartökum, það sama á við um hvatvísina. Ég elska hins vegar hvatvísa Sporðdreka því þeir eru svo miklu meira spennandi en allir aðrir, en núna þarftu að hafa mikla stjórn, sem er nákvæmlega það sem gerist hjá þér. Og ég vil bæta við að þú gerir eitthvað svo góða samninga á næstunni og nærð að ganga frá hlutum sem þig langar svo mikið til að klára innan nokkurra mánaða. Þetta mun skapa þér öryggi. Það er gott fyrir þig að hafa marga bolta á lofti, geta svolítið hlaupið úr einu í annað í staðinn fyrir að vinna bara í einu í algjöru í öryggi. Það er svo ótalmargt sem þú getur, en þú þarft bara að gera þér grein fyrir því.Mottó: Ekki bíða eftir því að tækifærin komi, farðu bara og sæktu þau – þú hefur það sem til þarf!Frægir Sporðdrekar: Birkir Már Sævarsson landsliðsmaður, Dísa í World Class, Helga Braga Jónsdóttir leikkona, Björk Guðmundsdóttir söngkona, Scarlett Johansson leikkona, Whoopie Goldberg leikkona, Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sjónvarpskona, Emmsjé Gauti rappari, Björk, Indira Ghandi, Karl bretaprins, Hillary Clinton, Leonardo DiCaprio, Magnús Scheving, Steingrímur Sævarr Ólafsson fjölmiðlaráðgjafi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Sjá meira