Skattstjórinn er enn í grunnskóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. maí 2017 20:00 Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð. Krakkar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira
Krakkar í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla hafa stofnað bæjarfélag þar sem allir þurfa að fá sér vinnu, greiða skatta, kjósa og sinna daglegum störfum. Kaldur raunveruleikinn blasir snemma við krökkum í Salaskóla sem hafa komist að því að mishá laun fást fyrir misjöfn störf. Af laununum þarf að greiða skatta og hnippir lögreglan í óhlýðna. Í Bænum svokallaða hefur hver og einn sínu hlutverki að gegna. Bæjarstjórinn tekur á móti athugasemdum og passar að allir séu sáttir. Aron Jakobsson, bæjarstjóri, segir sitt hlutverk vera að sjá um bæinn, athuga hvort allt sé snyrtilegt og fínt, búa til hverfi og skoða pappíra. Hann segist vel geta hugsað sér að verða bæjarstjóri í framtíðinni. Þetta er í fyrsta skipti sem verkefnið er sett upp á Íslandi en hugmyndin kom upp eftir skólaheimsókn í Finnlandi. Undirbúningur hefur staðið yfir í fjórar vikur. „Þau eru búin að fara í gegnum hálfgert þema; námsefni núna í fjórar vikur sem undirbúning fyrir daginn. Fara yfir fjármálafræðslu, læra um mismunandi störf, reikna út hvað þau kosta, hvað séu skattar, hvað séu bankar, læra um mismunandi menntun fyrir mismunandi störf. Síðan sækja þau um starf og eru síðan mætt til að eyða deginum hér," segir Hrafnhildur Georgsdóttir, kennari sem meðal annars skipulagði daginn. Sum störf voru vinsælli en önnur og réðist áhuginn að miklu leyti eftir aldri. Peningarnir og góð laun virtust þó ekki heilla mest heldur hafði skemmtanagildið meiri áhrif. Höfðu krakkarnir í sjötta bekk mestan áhuga á þjónustustörfum líkt og vinnu í bakaríi eða Nettó þar sem auðvelt aðgengi er að namminu. Flestir í bænum virðast löghlýðnir borgarar en starfsmaður Ríkisskattstjóra segir þó einhverja mega standa sig betur. Aðspurð hvað verði um þá sem ekki greiði skatta segir Linda Björk skattstjóri að lögreglan muni eiga við þá orð.
Krakkar Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Fleiri fréttir Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Sjá meira