Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 11:19 Vindaspáin fyrir hádegi í dag. mynd/veðurstofa íslands Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08
Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40