Sprenging í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. maí 2017 20:30 Umferðarslys varð í Austur-Húnavatnssýslu í gær. mynd/höskuldur birkir Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins. Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Tíu ferðamenn slösuðust í tveimur umferðarslysum um kvöldmatarleytið í gær. Sprenging varð í fjölgun umferðarslysa erlendra ferðamanna á síðasta ári og viðbúið er að fleiri muni slasast í ár. Á aðeins tveggja klukkustunda tímabili síðdegis í gær voru báðar þyrlur Landhelgisgæslunnar sendar í fjögur misalvarleg útköll þar af tvö umferðarslys. Annað þeirra var þegar húsbíll með sex ferðamönnum fauk út af Suðurlandsvegi undir Reynisfjalli. Allir voru fluttir með með þyrlu á Landsspítalann í Fossvogi en samkvæmt heimildum fréttastofu er einn úr því slysi alvarlega slasaður. Í Austur Húnavatnssýslu fór bílaleigubíll út af og valt með fjórum ferðamönnum innanborðs. Voru þeir allir fluttir með þyrlu á Sjúkrahúsið á Akureyri. Meiðsli þeirra reyndust ekki alvarleg. Árið 2014 slösuðust 123 erlendir ferðamenn í umferðinni hér á landi. 21 alvarlega. Árið 2015 tæplega tvöfaldaðist heildarfjöldi slasaðra í þessum hópi. 213 slösuðust. 26 alvarlega og fimm létust. Á síðasta ári var heildarfjöldi slasaðra 223. 47 alvarlega og tveir létust. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs hafa 50 erlendir ferðamenn slasast í umferðinni. 43 þeirra lítið en 7 alvarlega. Þróunin er því ansi slæm það sem af er ári hvað slasaða ferðamenn varðar og ef fram fer sem horfir er áætlað að 370 erlendir ferðamenn slasist í umferðinni á þessu ári. Eins og greint var frá í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær stefnir í að allir sjúkraflutningamenn á Blönduósi láti af störfum á morgun og fimmtudag vegna vanefnda ríkisins í endurskoðun kjarasamninga. Á þeirra starfssvæði hafa mörg af alvarlegustu umferðarslysum hvers árs orðið. Fjármálaráðherra var ekki tilbúinn í viðtal vegna þess máls en samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaráðuneytinu er unnið að lausn málsins.
Tengdar fréttir Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36 Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49 Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31 Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Umferðarslys í Húnavatnssýslu: „Skyldu sjúkraflutningamennirnir koma eða ekki?“ Fjórir erlendir ferðamenn voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir umferðarslys við bæinn Hólabak í Húnavatnssýslu í kvöld. Ekki er talið að neinn hafi sakað alvarlega, en bíllinn er gjörónýtur. 15. maí 2017 21:36
Skipverji í vanda, maður í sjálfheldu og tvö bílslys á tveimur tímum Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk fjögur útköll á milli klukkan fimm og sjö í kvöld. 15. maí 2017 19:49
Einn mikið slasaður eftir að húsbíll fauk út af Umferðarslys á Suðurlandi við Reynisfjall. 15. maí 2017 20:31