Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2017 07:00 Pressan hefur ekki greitt opinber gjöld í einhvern tíma undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar. vísir/ernir Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Pressan ekki greitt opinber gjöld, þar með talið lífeyrisgreiðslur starfsmanna sinna, í einhvern tíma og þarf því umtalsverða fjármuni í viðbót inn í fyrirtækið, meðal annars til að dekka þau gjöld. Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) getur ekki staðfest að opinber gjöld séu ógreidd, einungis starfsmenn geta fengið upplýsingar um sín iðgjöld. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi hjá LIVE, segir sér þó finnast líklegt að sé þetta svona hjá einum starfsmanni þá sé þetta svona hjá fleirum. „Í einhverjum tilvikum hafa dottið niður iðgjöld hjá einstaka starfsmanni fyrir slysni, en ef fyrirtæki stendur ekki skil á iðgjöldum eins starfsmanns, þá er það venjulega hluti af stærra vandamáli.“ Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pressunnar, kannast ekki við að það þurfi að auka við þessar 300 milljónir. „Þú þarft að tala við aðra um þessi mál, það eru aðrir teknir við félaginu. Það er ekki mitt lengur,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í apríl að útgáfufélagið Pressan væri að ljúka hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hlutafé í Pressunni, móðurfélagi Vefpressunnar, DV og Birtíngs, verður aukið um 300 milljónir króna. Samkvæmt heimildum er þessari hlutafjáraukningu ætlað að dekka endurfjármögnun félagsins en þó vantar töluvert upp á. Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu Róberts Wessman, er í hópi þeirra sem standa að baki hlutafjáraukningunni og leggur Pressunni til 155 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Pressan ekki greitt opinber gjöld, þar með talið lífeyrisgreiðslur starfsmanna sinna, í einhvern tíma og þarf því umtalsverða fjármuni í viðbót inn í fyrirtækið, meðal annars til að dekka þau gjöld. Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) getur ekki staðfest að opinber gjöld séu ógreidd, einungis starfsmenn geta fengið upplýsingar um sín iðgjöld. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi hjá LIVE, segir sér þó finnast líklegt að sé þetta svona hjá einum starfsmanni þá sé þetta svona hjá fleirum. „Í einhverjum tilvikum hafa dottið niður iðgjöld hjá einstaka starfsmanni fyrir slysni, en ef fyrirtæki stendur ekki skil á iðgjöldum eins starfsmanns, þá er það venjulega hluti af stærra vandamáli.“ Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pressunnar, kannast ekki við að það þurfi að auka við þessar 300 milljónir. „Þú þarft að tala við aðra um þessi mál, það eru aðrir teknir við félaginu. Það er ekki mitt lengur,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í apríl að útgáfufélagið Pressan væri að ljúka hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hlutafé í Pressunni, móðurfélagi Vefpressunnar, DV og Birtíngs, verður aukið um 300 milljónir króna. Samkvæmt heimildum er þessari hlutafjáraukningu ætlað að dekka endurfjármögnun félagsins en þó vantar töluvert upp á. Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu Róberts Wessman, er í hópi þeirra sem standa að baki hlutafjáraukningunni og leggur Pressunni til 155 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Fleiri fréttir Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Sjá meira
Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00
Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37
Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48