Innlent

Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld

Sæunn Gísladóttir skrifar
Pressan hefur ekki greitt opinber gjöld í einhvern tíma undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar.
Pressan hefur ekki greitt opinber gjöld í einhvern tíma undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar. vísir/ernir
Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Pressan ekki greitt opinber gjöld, þar með talið lífeyrisgreiðslur starfsmanna sinna, í einhvern tíma og þarf því umtalsverða fjármuni í viðbót inn í fyrirtækið, meðal annars til að dekka þau gjöld.

Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) getur ekki staðfest að opinber gjöld séu ógreidd, einungis starfsmenn geta fengið upplýsingar um sín iðgjöld. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi hjá LIVE, segir sér þó finnast líklegt að sé þetta svona hjá einum starfsmanni þá sé þetta svona hjá fleirum. „Í einhverjum tilvikum hafa dottið niður iðgjöld hjá einstaka starfsmanni fyrir slysni, en ef fyrirtæki stendur ekki skil á iðgjöldum eins starfsmanns, þá er það venjulega hluti af stærra vandamáli.“

Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pressunnar, kannast ekki við að það þurfi að auka við þessar 300 milljónir. „Þú þarft að tala við aðra um þessi mál, það eru aðrir teknir við félaginu. Það er ekki mitt lengur,“ sagði hann í samtali við fréttastofu.

Greint var frá því í apríl að útgáfufélagið Pressan væri að ljúka hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hlutafé í Pressunni, móðurfélagi Vefpressunnar, DV og Birtíngs, verður aukið um 300 milljónir króna. Samkvæmt heimildum er þessari hlutafjáraukningu ætlað að dekka endurfjármögnun félagsins en þó vantar töluvert upp á.

Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu Róberts Wessman, er í hópi þeirra sem standa að baki hlutafjáraukningunni og leggur Pressunni til 155 milljónir.


Tengdar fréttir

Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt

Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×