Meira hlutafé til að greiða opinber gjöld Sæunn Gísladóttir skrifar 3. maí 2017 07:00 Pressan hefur ekki greitt opinber gjöld í einhvern tíma undir stjórn Björns Inga Hrafnssonar. vísir/ernir Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Pressan ekki greitt opinber gjöld, þar með talið lífeyrisgreiðslur starfsmanna sinna, í einhvern tíma og þarf því umtalsverða fjármuni í viðbót inn í fyrirtækið, meðal annars til að dekka þau gjöld. Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) getur ekki staðfest að opinber gjöld séu ógreidd, einungis starfsmenn geta fengið upplýsingar um sín iðgjöld. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi hjá LIVE, segir sér þó finnast líklegt að sé þetta svona hjá einum starfsmanni þá sé þetta svona hjá fleirum. „Í einhverjum tilvikum hafa dottið niður iðgjöld hjá einstaka starfsmanni fyrir slysni, en ef fyrirtæki stendur ekki skil á iðgjöldum eins starfsmanns, þá er það venjulega hluti af stærra vandamáli.“ Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pressunnar, kannast ekki við að það þurfi að auka við þessar 300 milljónir. „Þú þarft að tala við aðra um þessi mál, það eru aðrir teknir við félaginu. Það er ekki mitt lengur,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í apríl að útgáfufélagið Pressan væri að ljúka hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hlutafé í Pressunni, móðurfélagi Vefpressunnar, DV og Birtíngs, verður aukið um 300 milljónir króna. Samkvæmt heimildum er þessari hlutafjáraukningu ætlað að dekka endurfjármögnun félagsins en þó vantar töluvert upp á. Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu Róberts Wessman, er í hópi þeirra sem standa að baki hlutafjáraukningunni og leggur Pressunni til 155 milljónir. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Þörf er á að bæta við fé ofan á þær 300 milljónir sem tilkynnt var um að kæmu inn í félagið Pressuna á næstu mánuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Pressan ekki greitt opinber gjöld, þar með talið lífeyrisgreiðslur starfsmanna sinna, í einhvern tíma og þarf því umtalsverða fjármuni í viðbót inn í fyrirtækið, meðal annars til að dekka þau gjöld. Lífeyrissjóður verslunarmanna (LIVE) getur ekki staðfest að opinber gjöld séu ógreidd, einungis starfsmenn geta fengið upplýsingar um sín iðgjöld. Þórhallur B. Jósepsson, upplýsingafulltrúi hjá LIVE, segir sér þó finnast líklegt að sé þetta svona hjá einum starfsmanni þá sé þetta svona hjá fleirum. „Í einhverjum tilvikum hafa dottið niður iðgjöld hjá einstaka starfsmanni fyrir slysni, en ef fyrirtæki stendur ekki skil á iðgjöldum eins starfsmanns, þá er það venjulega hluti af stærra vandamáli.“ Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi stjórnarformaður Pressunnar, kannast ekki við að það þurfi að auka við þessar 300 milljónir. „Þú þarft að tala við aðra um þessi mál, það eru aðrir teknir við félaginu. Það er ekki mitt lengur,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Greint var frá því í apríl að útgáfufélagið Pressan væri að ljúka hlutafjáraukningu fyrirtækisins. Hlutafé í Pressunni, móðurfélagi Vefpressunnar, DV og Birtíngs, verður aukið um 300 milljónir króna. Samkvæmt heimildum er þessari hlutafjáraukningu ætlað að dekka endurfjármögnun félagsins en þó vantar töluvert upp á. Fjárfestingarfélagið Dalurinn ehf., sem er meðal annars í eigu Róberts Wessman, er í hópi þeirra sem standa að baki hlutafjáraukningunni og leggur Pressunni til 155 milljónir.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00 Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20 Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37 Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Krefjast þess að DV fari í þrot vegna vangoldinna launa VR krefst þess að DV fari í þrot vegna ógreiddra launa. Fyrrverandi starfsmaður segir útgáfufélagið hafa haldið eftir meðlagsgreiðslum. Framkvæmdastjóri DV segist hafa samið. 4. mars 2017 07:00
Nýir hluthafar í Pressunni: Björn Ingi hættir sem stjórnarformaður Hlutafé verður aukið um 300 milljónir króna. 18. apríl 2017 15:20
Kaup Björns Inga á Birtingi fá grænt ljós Björn Ingi Hrafnsson og Pressan halda áfram að bæta við sig. 6. febrúar 2017 15:37
Kaup Pressunnar á ÍNN samþykkt Samkeppniseftirlitið hefur samþykkt samruna fjölmiðlafyrirtækisins Pressunnar ehf. og sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN - Íslands Nýjasta Nýtt ehf. 25. janúar 2017 13:48