Kvíði, þunglyndi og síþreyta geta tengst lélegri þarmaflóru Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 3. maí 2017 12:15 „Bakteríurnar í þörmunum þær stjórna mjög líklega miklu meira en við gerum okkur grein fyrir og við vitum að þær hafa áhrif á andlega líðan. Menn hafa verið að skoða þarmaflóru með tilliti til kvíða og þunglyndis og einhverfu, athyglisbrests og núna síþreytu. Menn sjá að þarmaflóra þessa hópa og síþreytuhópsins hún er ekki eins og hjá þeim sem eru hraustir,“ segir Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur. Rætt var við Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. RÚV greindi um helgina frá umfangsmikilli rannsókn í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að síþreyta sé ekki andlegur kvilli, heldur eigi hún upptök sín í þörmunum. Síþreyta er ekki andlegur kvilli, heldur á hún upptök sín í þörmunum. Bakteríur í iðrunum valda því að sambandsleysi verður á milli þarma og heila. „Þetta kannski byrjaði svolítið með því þegar læknar fóru að gera þennan hægðaflutning, þetta fecal transplant, þegar hægðir úr hraustum sjúkling eru settar í veikan einstakling sem var með ákveðinn bólgusjúkdóm af bakteríum í ristlinum. Þá allt í einu fóru að koma fram niðurstöður að ákveðnir hópar hefðu gagn af þessu sem menn höfðu ekki verið að skoða mikið. Kvíði, þunglyndi, síþreyta, jafnvel MS sjúklingar, Parkinsson sjúklingar fengu einhvern bata. En hvort það verður einhver lækning þarna veit ég ekki,“ segir Sigurjón.Síþreyta skerðir lífsgæði „Eins og stendur í fréttinni þá er þessi hópur svolítið stimplaður fyrir að vera andlega veikur og það hefur margt verið reynt með alls konar geðlyfjum, hugrænni atferlismeðferð, æfingum og klappi á öxlina en það hefur bara ekki hjálpað. Þetta fólk er með gríðarlega skert lífsgæði, hreinlega óvinnufært og það er stór hópur af þessu fólki sem er bara desperat og þarna er vonandi kannski eitthvað sem við getum gert.“ Sigurjón segir þó að líklega sé um nokkuð mislitan hóp að ræða og þó að ákveðin úrræði virki fyrir suma sé ekki þar með sagt að þau virki fyrir alla. En hvernig getur maður komist að því hvort að þarmaflóran sé í lagi eða eðlileg hjá manni eða ekki? „Það er reyndar ekki hægt að fá eitthvert stjörnukort hérna heima núna. En ég hef séð fólk sem hefur komið til mín á stofu sem hefur sent hægðir erlendis, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og fengið bara prófíl, algjörlega detailerað hvaða bakteríur séu í þarminum. Hvort það sé fjölbreytt þarmaflóra, hvort hún sé fábrotin, hvort það vanti einhverja meginstofna. Þannig að menn eru farnir að sjá stóru myndina að það er eitthvað þarna sem er breytilegt.“Þarmaflóran að úrkynjast Sigurjón bætir við að breytingar á þarmaflóru geti líka tengst breyttu mataræði. „Ég hef nú stundum sagt það að ég segi að nútímamaðurinn á heimsvísu, að þarmaflóran okkar er svolítið að úrkynjast. Kannski er mikið af þessum nútímasjúkdómum sem við sjáum í dag, ofnæmi, gigt, sjálfsofnæmissjúkdómar, alls konar bólgusjúkdómar, andlegir sjúkdómar, kannski er þetta hluti af þarmaflórubreytingunni sem við sjáum.“Og þá væntanlega breytingar á mataræði eða hvað? „Já mataræði hefur breyst gríðarlega eins og við vitum. Mikil iðnvæðing á mat og það er, eins og ég segi stundum til að gera þetta mjög skýrt, gömlu víkingabakteríurnar þú platar þær ekki. Ef þú gefur þeim einhvern iðnvæddan mat sem er búið að erfðabreyta, úða í einhverju skordýraeyði og illgresiseyði, setja gervisykur inn, rotvarnarefni, það eru eins og þið vitið notuð sýklalyf í matvælaiðnaði. Þetta hefur allt áhrif á þarmaflóruna.“ Hann hvetur fólk til að styðjast við regluna um að allt sé gott í hófi þegar kemur að mataræði. „Það er líka vitað að mataræði, hvernig þú borðað, hvort þú borðað mikið af kolvetnum, mikið af fitu, mikið prótein, þetta breytir þarmaflórunni. Þú getur breytt þarmaflóru með samsetningu á fæðu. Ég held að allt í hófi reglan sé góð þar. Við þurfum klárlega einhverjar trefjar og kolvetni til að viðhalda þarmaflóru. Ég held að maður eigi ekki að fara í miklar öfgar þar. En mataræði almennt skiptir máli. Það sem ég myndi vilja leggja höfuðáherslu á þar er að við séum að borða hreinan og góðan mat, ekki mikið unninn mat því það hefur áhrif á þarmaflóruna. Ég segi stundum að þú keyrir ekki norður í land, setur eitthvað eitur í Mývatn og klórar þér svo í hausnum að það hafi áhrif á flóru vatnsins. Þetta er alveg eins með þarmana okkar. Þú setur ekki eitur inn í meltinguna þína.“Þannig að læknar eru farnir að horfa meira á meltingarveginn og viðurkenna að sjúkdómar verða oft til þar? „Engin spurning. Auðvitað er þetta samþætt. Auðvitað höfum við ákveðin gen, ákveðið umhverfi, ákveðin lífsstíl og svo þessa þarmaflóru. Þú færð einhverja þarmaflóru í vöggugjöf, væntanlega úr fæðingarvegi móður eða einhverju sjúkrahúshandklæði einhvers staðar og síðan er mataræði og lífsstíll og allt sem við göngum í gegnum og þetta hefur allt áhrif á löngu lífsferli. Þannig að þarmaflóran getur orðið fyrir hnjaski á mörgum stöðum.“Viðtalið við Sigurjón má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan. Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
„Bakteríurnar í þörmunum þær stjórna mjög líklega miklu meira en við gerum okkur grein fyrir og við vitum að þær hafa áhrif á andlega líðan. Menn hafa verið að skoða þarmaflóru með tilliti til kvíða og þunglyndis og einhverfu, athyglisbrests og núna síþreytu. Menn sjá að þarmaflóra þessa hópa og síþreytuhópsins hún er ekki eins og hjá þeim sem eru hraustir,“ segir Sigurjón Vilbergsson meltingarsérfræðingur. Rætt var við Sigurjón í Bítinu á Bylgjunni í morgun. RÚV greindi um helgina frá umfangsmikilli rannsókn í Bandaríkjunum sem leiddi í ljós að síþreyta sé ekki andlegur kvilli, heldur eigi hún upptök sín í þörmunum. Síþreyta er ekki andlegur kvilli, heldur á hún upptök sín í þörmunum. Bakteríur í iðrunum valda því að sambandsleysi verður á milli þarma og heila. „Þetta kannski byrjaði svolítið með því þegar læknar fóru að gera þennan hægðaflutning, þetta fecal transplant, þegar hægðir úr hraustum sjúkling eru settar í veikan einstakling sem var með ákveðinn bólgusjúkdóm af bakteríum í ristlinum. Þá allt í einu fóru að koma fram niðurstöður að ákveðnir hópar hefðu gagn af þessu sem menn höfðu ekki verið að skoða mikið. Kvíði, þunglyndi, síþreyta, jafnvel MS sjúklingar, Parkinsson sjúklingar fengu einhvern bata. En hvort það verður einhver lækning þarna veit ég ekki,“ segir Sigurjón.Síþreyta skerðir lífsgæði „Eins og stendur í fréttinni þá er þessi hópur svolítið stimplaður fyrir að vera andlega veikur og það hefur margt verið reynt með alls konar geðlyfjum, hugrænni atferlismeðferð, æfingum og klappi á öxlina en það hefur bara ekki hjálpað. Þetta fólk er með gríðarlega skert lífsgæði, hreinlega óvinnufært og það er stór hópur af þessu fólki sem er bara desperat og þarna er vonandi kannski eitthvað sem við getum gert.“ Sigurjón segir þó að líklega sé um nokkuð mislitan hóp að ræða og þó að ákveðin úrræði virki fyrir suma sé ekki þar með sagt að þau virki fyrir alla. En hvernig getur maður komist að því hvort að þarmaflóran sé í lagi eða eðlileg hjá manni eða ekki? „Það er reyndar ekki hægt að fá eitthvert stjörnukort hérna heima núna. En ég hef séð fólk sem hefur komið til mín á stofu sem hefur sent hægðir erlendis, bæði til Evrópu og Bandaríkjanna og fengið bara prófíl, algjörlega detailerað hvaða bakteríur séu í þarminum. Hvort það sé fjölbreytt þarmaflóra, hvort hún sé fábrotin, hvort það vanti einhverja meginstofna. Þannig að menn eru farnir að sjá stóru myndina að það er eitthvað þarna sem er breytilegt.“Þarmaflóran að úrkynjast Sigurjón bætir við að breytingar á þarmaflóru geti líka tengst breyttu mataræði. „Ég hef nú stundum sagt það að ég segi að nútímamaðurinn á heimsvísu, að þarmaflóran okkar er svolítið að úrkynjast. Kannski er mikið af þessum nútímasjúkdómum sem við sjáum í dag, ofnæmi, gigt, sjálfsofnæmissjúkdómar, alls konar bólgusjúkdómar, andlegir sjúkdómar, kannski er þetta hluti af þarmaflórubreytingunni sem við sjáum.“Og þá væntanlega breytingar á mataræði eða hvað? „Já mataræði hefur breyst gríðarlega eins og við vitum. Mikil iðnvæðing á mat og það er, eins og ég segi stundum til að gera þetta mjög skýrt, gömlu víkingabakteríurnar þú platar þær ekki. Ef þú gefur þeim einhvern iðnvæddan mat sem er búið að erfðabreyta, úða í einhverju skordýraeyði og illgresiseyði, setja gervisykur inn, rotvarnarefni, það eru eins og þið vitið notuð sýklalyf í matvælaiðnaði. Þetta hefur allt áhrif á þarmaflóruna.“ Hann hvetur fólk til að styðjast við regluna um að allt sé gott í hófi þegar kemur að mataræði. „Það er líka vitað að mataræði, hvernig þú borðað, hvort þú borðað mikið af kolvetnum, mikið af fitu, mikið prótein, þetta breytir þarmaflórunni. Þú getur breytt þarmaflóru með samsetningu á fæðu. Ég held að allt í hófi reglan sé góð þar. Við þurfum klárlega einhverjar trefjar og kolvetni til að viðhalda þarmaflóru. Ég held að maður eigi ekki að fara í miklar öfgar þar. En mataræði almennt skiptir máli. Það sem ég myndi vilja leggja höfuðáherslu á þar er að við séum að borða hreinan og góðan mat, ekki mikið unninn mat því það hefur áhrif á þarmaflóruna. Ég segi stundum að þú keyrir ekki norður í land, setur eitthvað eitur í Mývatn og klórar þér svo í hausnum að það hafi áhrif á flóru vatnsins. Þetta er alveg eins með þarmana okkar. Þú setur ekki eitur inn í meltinguna þína.“Þannig að læknar eru farnir að horfa meira á meltingarveginn og viðurkenna að sjúkdómar verða oft til þar? „Engin spurning. Auðvitað er þetta samþætt. Auðvitað höfum við ákveðin gen, ákveðið umhverfi, ákveðin lífsstíl og svo þessa þarmaflóru. Þú færð einhverja þarmaflóru í vöggugjöf, væntanlega úr fæðingarvegi móður eða einhverju sjúkrahúshandklæði einhvers staðar og síðan er mataræði og lífsstíll og allt sem við göngum í gegnum og þetta hefur allt áhrif á löngu lífsferli. Þannig að þarmaflóran getur orðið fyrir hnjaski á mörgum stöðum.“Viðtalið við Sigurjón má hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan.
Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira