Lífið

Sýna hvað Íslendingar sletta mikið: „Þú ert dúddi og þetta er dúddapleis"

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Atli Sigursveinsson, segir að fréttir af stöðu íslenskunnar hafi verið hópnum innblástur.
Atli Sigursveinsson, segir að fréttir af stöðu íslenskunnar hafi verið hópnum innblástur. Vísir/Facebook/Skjáskot

Slangran er hópur fólks úr Listaháskóla Íslands sem heldur úti Facebook síðu undir sama nafni. Markmið hópsins er að vekja athygli á því hversu mikið Íslendingar sletta á ensku í daglegu lífi.

Í samtali við Vísi segir Atli Sigursveinsson, einn forsvarsmanna hópsins, að nýjustu fregnir af stöðu íslenskrar tungu, hafi verið hópnum innblástur. 

Þannig hefur Vigdís Finnbogadóttir nýlega sagt, að hún telji að ef ekkert verði að gert, muni íslenska lenda í ruslinu, ásamt latínunni. 

Atli segir að starf hópsins sé á frumstigi en ætlunin sé að prenta út plaköt, sem eigi að gefa fólki hugmyndir um íslensk orð, til að nota í stað þeirra ensku.

„Þá viljum við líka fá til liðs við okkur frægt fólk á Snapchat, og fá þau til þess að sletta ekki í heilan dag og sjá hvernig það gengur. Plakötin okkar verða svo með nýjum íslenskum slettum, í stað þeirra ensku.“
Hann segir að þau vonist til þess að vekja fólk til umhugsunar um stöðu íslenskunnar og þá vilja þau líka sýna fram á að það geti verið skemmtilegt að reyna að nota íslensk orð, frekar en ensk.

Fyrsta myndband hópsins til að vekja athygli á málstaðnum má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.