Við höfum alveg hleypt á stökk Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 7. maí 2017 09:15 Matthías á Biskupi frá Sigmundarstöðum og Óli Björn á Hamfara frá Hvammi. Mynd/Edda Rún Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt. Hestar Krakkar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Matthías Sigurðsson og Óli Björn Ævarsson eru báðir tíu ára og bekkjarfélagar í Selásskóla. Þeir halda mikið til í Víðidalnum í frístundum hjá hestunum sínum, gefa þeim, moka undan þeim og skreppa á þeim í útreiðar. Hvað skyldi vera langt síðan þeir fengu áhuga á hestum? Matthías: Ég hef haft hann frá því ég man eftir mér. Pabbi og mamma eru á kafi í hestum og mamma er með reiðskóla. Smitaði Matthías þig Óli Björn? Það má segja það. En ég var alltaf mikið á hestbaki á sumrin hjá mömmu og ömmu og afa í Hvammi í Landsveit. Svo smitaði reiðskólinn mig eitthvað. Ég er líka í klúbb sem heitir Fákar og fjör og við fáum kennslu Matthías á eigin hest og Óli Björn á hest með öðrum. Hvað skyldu þeir heita og hvernig eru þeir? Matthías: Minn heitir Biskup frá Sigmundarstöðum. Hann er 16 vetra stóðhestur, rauðblesóttur. Mjög góður hestur. Ég hef keppt á honum sex sinnum og vann minn flokk á honum síðasta laugardag. Óli Björn: Minn heitir Hamfari frá Hvammi. Hann er fjórtán vetra, rauðblesóttur og hefur allan gang. Farið þið stundum í kapp á hestunum? Matthías: Ekki ennþá en það hlýtur að koma að því. Við höfum alveg hleypt á stökk. Það er rosa gaman. Hafið þið aldrei orðið hræddir á hestbaki? Matthías: Jú, ég datt einu sinni af baki og missti kjarkinn. Það tók smá tíma að ná honum aftur og á síðasta landsmóti var ég ekki orðinn alveg nógu öruggur. En það er allt komið í lag aftur. Ég sagði oft við sjálfan mig: Ég get, skal og ætla. En Óli Björn, hefur þú dottið af baki? Já, nokkrum sinnum en það var aldrei neitt vont. Ég hef bara dottið beint á jörðina og farið aftur á bak. En hafið þið einhverntíma lent ofan í keldu eða skurð? Matthías: Já, ég sökk næstum í skítahaug og var kominn alveg upp að maga. Þá kom frændi minn og hjálpaði mér upp. Það var sko klaki yfir haugnum og ég hélt hann væri þykkur en svo brotnaði hann. Ég var líka einu sinni að hoppa yfir skurð og hoppaði á gaddavír og er með ör framan í mér. Óli Björn: Ég var með honum þegar hann hoppaði á gaddavírinn. Það var nú frekar hlægilegt.
Hestar Krakkar Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira