Vísir á rauða dreglinum: Albanska glæsigyðjan missti sjötíu kíló Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. maí 2017 20:15 Til vinstri má sjá mynd af Lindita frá því í dag og til hægri er mynd af henni fyrir nokkrum árum. vísir/eurovisiontv/sáp Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira
Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Með Banksy í stofunni heima Menning Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Lífið Hljóp undir fölsku nafni Lífið Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bíó og sjónvarp Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Lífið Lítill rappari á leiðinni Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið „Það jafnast enginn á við þig“ Lífið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Fleiri fréttir Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Sjá meira