Vísir á rauða dreglinum: Albanska glæsigyðjan missti sjötíu kíló Benedikt Bóas og Stefán Árni Pálsson skrifa 7. maí 2017 20:15 Til vinstri má sjá mynd af Lindita frá því í dag og til hægri er mynd af henni fyrir nokkrum árum. vísir/eurovisiontv/sáp Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis. Eurovision Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Rauði dregillinn var við Mariyinsky höllina í Kænugarði í dag og mættu yfir þúsund blaðamenn til að spyrja listamennina sem taka þátt í Eurovision spjörunum úr. Vísir var á staðnum og voru aðstæður frábærar fyrir góð viðtöl en hitinn fór hátt í 30 stig og algjörlega heiðskýrt. Flosi Jón Ófeigsson og Laufey Helga Guðmundsdóttir eru með Eurovision-keppnina alveg á hreinu og mæta þau bæði á hverju einasta ári. Þau eru Eurovision-sérfræðingar Vísis og var rætt við þau bæði við rauða dregilinn í dag en þau voru bæði sammála um að það yrði skandall ef Svala kæmist ekki áfram í keppninni. Einn mest spennandi keppandi Eurovision í ár er hin 27 ára Lindita Halimi frá Albaníu. Hún tekur þátt í keppninni með laginu World en Lindita vakti fyrst athygli árið 2007 þegar hún fór í úrslit í albanska Idol. Tæplega tíu árum síðar eða árið 2016 tók hún síðan þátt í American Idol og hafnaði hún í efstu 25 sætunum. Lindita hefur á nokkrum árum misst 68 kíló sem er meira en helmingur líkamsþyngdar hennar og það gjörsamlega breytti lífi hennar. Rætt var við hana um boðskap lagsins sem hún syngur í ár. Einnig var rætt við hinn 17 ára Isaiah frá Ástralíu sem tekur lagið Don't Come Easy og vakti helst hlátur hans athygli í viðtalinu hér að neðan. Að lokum heyrði Vísir hljóðið í Dihaj frá Azerbaijan en hún var með svakalegt fylgdarlið á rauða teppinu í dag. Það mátti meðan annars sjá mann með risa hestahaus. Hér má sjá það helsta frá teppinu í dag.Fréttastofa 365 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Kænugarði næstu daga. Fréttamennirnir Stefán Árni Pálsson og Benedikt Bóas Hinriksson verða með umfjöllun hér á Vísi, Stöð 2, Fréttablaðinu og á Bylgjunni á hverjum degi í gegnum alla keppnina. Þá verður sérstakur vefþáttur á Vísi alla dagana og hefur sá þáttur fengið nafnið Júrógarðurinn. Hægt verður að fylgjast með ævintýrum Stefáns og Benedikts í Kænugarði á Twitter-reikningi Lífsins og á Snapchat-reikningi 365 sem heitir einfaldlega Snap-365. Við minnum líka lesendur á að fylgjast með Facebook-síðu Lífsins, Facebook-síðu Vísis og Twitter-reikningi Vísis.
Eurovision Mest lesið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira