Minnstu spámennirnir eru oftast leiðinlegastir Benedikt Bóas skrifar 8. maí 2017 09:00 Íslensku sjónvarpsmennirnir eru spenntir fyrir gengi Svölu Björgvinsdóttur frammi fyrir dómnefndarmönnum í kvöld. Mynd/Eurovision „Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“ Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira
„Í dag flytur Svala lagið sitt Paper fyrir dómnefndirnar sem eru með okkur í riðli út um alla Evrópu. Sú keppni er alveg jafn mikilvæg og sú sem við horfum á á morgun. Það er svolítið skrýtið því áhorfendur sjá hana ekki einu sinni,“ segir Gísli Marteinn Baldursson sem mun lýsa keppninni á morgun. Gísli Marteinn hefur verið í Úkraínu að safna sér upplýsingum um keppendur og fylgdarlið og er búinn að komast að ýmsu um fjölmargar þjóðir og finna Íslandstengingu við merkilega marga keppendur. „Nálægðin við listamennina hér er mjög mikil og það er auðvelt að ná viðtölum. Oft eru þetta listamenn sem eru vinsælir í sínum heimalöndum og það er gaman að sjá þá þurfa að svara misgáfulegum spurningum. Það er alltaf gamla sagan að stærstu listamennirnir eru ekki með stjörnustæla en þeir sem spáð er litlum frama eru svolítið þurrir og leiðinlegir,“ segir Gísli Marteinn. Felix Bergsson, fararstjóri íslenska hópsins í Kiev, tekur undir með Gísla Marteini um mikilvægi kvöldsins. „Þetta er gert til að atkvæðin skili sér í hús, ef eitthvað skyldi klikka í símakosningunni. Eins og allir vita þá er Eurovision fyrst og fremst sjónvarpsefni og skemmtiefni og við viljum ekki að það sé eitthvert klúður,“ segir Felix og hlær hjartanlega. Töluvert hefur einmitt verið rætt og ritað hér í Úkraínu um hvort allt muni skila sér heim í stofur Evrópubúa. Það hafa ekki allir trú á Úkraínumönnum og stutt síðan að kallað var í sænskan framleiðanda til að tryggja að allt kæmist í gegnum gervihnöttinn. „Það verður athyglisvert að sjá hvort það takist hjá Úkraínumönnum að koma þessu í loftið, segir Felix Bergsson.“
Eurovision Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Sjá meira