Sannkölluð diskóveisla í Hörpu í boði Kool and the Gang 9. maí 2017 12:30 Kool & the Gang hefur slegið í gegn með hverjum slagaranum á fætur öðrum síðan sveitin var stofnuð. NORDICPHOTOS/GETTY Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“ Tónlist Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira
Í gær var tilkynnt að hljómsveitin goðsagnakennda Kool and the Gang muni halda stórtónleika fyrir landsmenn í Eldborgarsal í Hörpu í sumar. Hljómsveitin á sér ansi langa sögu og aðdáendur hennar eru orðnir ófáir enda hafa meðlimir sveitarinnar gjarnan verið kallaðir „konungar diskótónlistar“. Kool and the Gang þykir afburðagóð tónleikasveit og mun 14 manna band halda uppi stuðinu í Eldborgarsal. En þeir sem vilja meira eftir tónleikana geta fjárfest í sérstökum partímiðum sem gilda í eftirpartí þar sem plötusnúðurinn Daddi Disco mun þeyta skífum. Daddi er mikill aðdáandi Kool and the Gang og er hrikalega spenntur. „Þegar maður starfar svona mikið í tónlist er sjaldan sem maður verður heltekinn af einhverjum listamanni eða hljómsveit. En það eru örfáar sveitir sem hafa heltekið mig og Kool and the Gang er alveg klárlega ein af þeim sveitum.“ Spurður út í uppáhaldslög með sveitinni nefnir hann þrjú lög; Too Hot, Get Down on It og Stepping Out. Ótrúleg upplifun að sjá sveitina á sviði„Kool and the Gang hefur alltaf verið þekkt fyrir gríðarlega skemmtilega sviðsframkomu og þetta eru listamenn alveg fram í fingurgóma. Þeir leggja sig alla fram við að búa til alveg frábæra stemningu. Ég hef séð þá spila „live“ og það er ótrúleg upplifun að sjá hvernig þeir fara höndum um þessa tónlist. Þeir eru með fjórtán manna hljómsveit þegar þeir koma hingað sem þýðir að tónleikarnir verða settir fram á ótrúlega skemmtilegan hátt.“ „Í þeirra risastóra lagabanka eru lög sem koma fólki alltaf í svaðalegan gír, þannig að maður sér fyrir sér að það getur enginn verið kyrr á tónleikunum. Það er alveg gríðarlega skemmtilegt að fá að taka á móti stórum hóp fólks í eftirpartí sem er búinn að fá svona upphitun. Ég hætti ekkert fyrr en allar konurnar eru komnar úr skónum og allir karlarnir eru komnir með svitarönd í skyrtuna, bæði að aftan og framan.” Að lokum segir Daddi: „Sumar, þessi tónlist, Harpa. Þetta er blanda sem bara getur ekki klikkað!“
Tónlist Mest lesið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Lífið Hjálpa öðrum að eignast lítil kraftaverk Lífið samstarf Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Lífið Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Lífið Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Tónlist Fleiri fréttir Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður „Það er ekkert sem brýtur mann“ Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Diane Keaton er látin Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Fréttatía vikunnar: Magga Stína, Nóbelsverðlaun og riðuveiki Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Sjá meira