Leitar barns og móður á Íslandi með aðstoð spæjara Snærós Sindradóttir skrifar 20. apríl 2017 07:00 Erika Nilsson, stjúpmóðir drengsins, er stödd hér á landi til að leita hans. Lögregla telur nánast engar líkur á að mæðginin séu hér á landi. vísir/gva Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samstarfi við lögregluyfirvöld í Svíþjóð, hefur árangurslaust leitað að íslenskri konu um fertugt vegna gruns um að hún haldi sig í felum með son sinn í tilraun til að tálma barnsföður sínum umgengni við drenginn. Faðirinn, sem er sænskur, hefur hvorki heyrt né séð son sinn síðan í nóvember árið 2015. Drengurinn verður sex ára í mánuðinum. Stjúpmóðir drengsins, Erika Nilsson, er stödd hér á landi í tilraun sinni til að vekja athygli á málinu. „Fjórtánda nóvember 2015 fékk maðurinn minn, Peter Bengtsson, sms frá barnsmóður sinni um að hún ætlaði sér að taka þriggja vikna frí með strákinn. Það stóð til að hann færi til pabba síns daginn eftir svo maðurinn minn sagði að það gengi ekki upp. Hún svaraði því til að hans álit skipti hana engu máli. Síðan þá höfum við ekki séð drenginn,“ segir Erika. Að sögn Eriku var íbúð móðurinnar í Svíþjóð tæmd nokkrum dögum síðar. Hún hefur hvorki svarað síma né tölvupóstum og ekkert hefur spurst til hennar á Facebook. Faðirinn réð einkaspæjara fyrir 50 þúsund dollara á síðasta ári til að leita drengsins en án árangurs. Spæjarinn sagði að ef mæðginin dveldu hér á landi þá verðu þau tíma sínum innandyra. Drengurinn er með sjaldgæfan sjúkdóm sem felst í því að hann meltir fitu ekki eðlilega úr mat. Þess vegna þarf hann sérstakt mataræði en Erika segir að móðir hans hafi alltaf haldið því fram að drengnum stafaði hætta af því að vera í umsjá föðurins. Aðeins hún kunni að meðhöndla sjúkdóminn. Erika segir það rangt mat, bæði læknar og félagsmálayfirvöld í Svíþjóð hafi komist að því að faðirinn sé fullfær um alla umönnun drengsins og að í umsjón hans hafi drengurinn dafnað vel. Síðastliðið sumar, eftir að drengurinn hvarf, hlaut faðirinn svo fulla forsjá yfir drengnum samkvæmt dómsúrskurði. „Sænska lögreglan heldur að þau séu á Íslandi. Ástæðan er sú að fljótlega eftir að þau hurfu merkti Facebook hana í Kringlunni. Mikill meirihluti ættingja hennar er hér líka,“ segir Erika. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið með rannsókn málsins, síðan sænsk lögregluyfirvöld leituðu eftir samstarfi. Lögreglan telur nánast engar líkur á því að mæðginin dvelji hér á landi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Sjá meira