Segir að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé þensluhvetjandi Höskuldur Kári Schram skrifar 27. apríl 2017 18:55 Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Vísir/GVA Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í lok síðasta mánaðar en hún nær til ársins 2022. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að skuldir ríkisins muni lækka hratt á tímabilinu. Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir þessa áætlun í pistil sem hann birti á heimasíðu samtakanna í dag. Hann telur að forsendur áætlunarinnar byggi á of mikilli bjartsýni og þá sé hún þensluhvetjandi. „Við bendum einfaldlega á þá einföldu staðreynd að ef að hagvöxtur dregst saman um eitt prósent á ári út spátímann þá verður kominn fjárlagahalli í lok spátímabilsins. Það teljum við gagnrýnivert. Í miðju góðæri er mikilvægt að leggja til hliðar og hugsa til mögru áranna. Þetta eru bara einföld skilaboð sem allir Íslendingar skilja. Við eigum að draga úr umsvifum hins opinbera á góðæristímum og núna er rétti tíminn til þess og þetta endurspeglast ekki í fjármálaáætluninni,“ segir Halldór. Halldór segir að skattbyrðin hér á landi sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD og ekki sé lögð fram nein framtíðarsýn varðandi þróun skattkerfisins í áætlun ríkisstjórnarinnar. „Forsendur þess til að lækka skatta til lengri tíma er að draga úr á útgjaldahliðinni. Það er fyrsta skrefið. Í bullandi hagsveiflu er rétt að gera það til þess að búa í haginn fyrir niðursveifluna sem óhjákvæmilega mun koma,“ segir Halldór. Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar og segir að hún kyndi undir þenslu í samfélaginu. Áfram sé gert ráð fyrir því að Ísland verði háskattaland þar sem skattbyrðin sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var lögð fram á Alþingi í lok síðasta mánaðar en hún nær til ársins 2022. Áætlunin gerir meðal annars ráð fyrir áframhaldandi hagvexti og að skuldir ríkisins muni lækka hratt á tímabilinu. Halldór B. Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir þessa áætlun í pistil sem hann birti á heimasíðu samtakanna í dag. Hann telur að forsendur áætlunarinnar byggi á of mikilli bjartsýni og þá sé hún þensluhvetjandi. „Við bendum einfaldlega á þá einföldu staðreynd að ef að hagvöxtur dregst saman um eitt prósent á ári út spátímann þá verður kominn fjárlagahalli í lok spátímabilsins. Það teljum við gagnrýnivert. Í miðju góðæri er mikilvægt að leggja til hliðar og hugsa til mögru áranna. Þetta eru bara einföld skilaboð sem allir Íslendingar skilja. Við eigum að draga úr umsvifum hins opinbera á góðæristímum og núna er rétti tíminn til þess og þetta endurspeglast ekki í fjármálaáætluninni,“ segir Halldór. Halldór segir að skattbyrðin hér á landi sé með því mesta sem gerist meðal ríkja OECD og ekki sé lögð fram nein framtíðarsýn varðandi þróun skattkerfisins í áætlun ríkisstjórnarinnar. „Forsendur þess til að lækka skatta til lengri tíma er að draga úr á útgjaldahliðinni. Það er fyrsta skrefið. Í bullandi hagsveiflu er rétt að gera það til þess að búa í haginn fyrir niðursveifluna sem óhjákvæmilega mun koma,“ segir Halldór.
Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira