Innlent

Óska eftir upptökum úr Laugardal

Snærós Sindradóttir skrifar
Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir áttu fótum sínum fjör að launa undan svarta bílnum sem lögreglan hefur enn ekki fundið.
Guðjón Már Atlason og Silvía Rose Gunnarsdóttir áttu fótum sínum fjör að launa undan svarta bílnum sem lögreglan hefur enn ekki fundið. vísir/stefán
Rannsókn stendur yfir á atviki þar sem ökumaður á svartri Opel Astra bifreið elti tvö fimmtán ára ungmenni á göngustíg í Laugardal á mánudag. Samkvæmt upplýsingum frá Jóhanni Karli Þórissyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stendur til að óska upplýsinga úr eftirlitsmyndavélum af svæðinu til að komast til botns í málinu.

Enginn hefur verið handtekinn og lögreglan hefur ekki komist á snoðir um um hvaða bíl er að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×