Ekki lengur þörf á auknu eftirliti vegna hugsanlegra hryðjuverka Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 15:42 "Þetta er síðasti dagurinn í dag," segir Haraldur Johannessen. vísir/vilhelm Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir. Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Ekki er talin þörf á að halda áfram auknu eftirliti hér á landi vegna hryðjuverka, segir Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri. Eftirlit var aukið eftir árásina í Svíþjóð í byrjun mánaðar en í því fólst að sérsveitarmönnum á vakt var fjölgað og lögreglulið beðin um að vera sérstaklega á varðbergi. „Þetta er síðasti dagurinn í dag. Það var okkar mat að það væri ekki þörf á auknu eftirliti lengur heldur en var. Síðan getur það breyst snögglega, en það er ekkert sem bendir til þess núna,“ segir Haraldur í samtali við Vísi. Haraldur segir ekkert benda til þess að ódæðisverk séu yfirvofandi, en tekur fram að lögreglan sé ávallt á varðbergi. Verklag vegna hryðjuverka hafi verið virkjað hérlendis þar sem ekki hafi verið vitað í fyrstu hverjir stóðu að baki voðaverkinu. „Við vildum að sjálfsögðu vera við öllu búin þar sem ekki lá ljóst fyrir hver hefði staðið að þessu ódæði í Stokkhólmi og hvort það beindist eitthvað út fyrir Svíþjóð og til annarra Norðurlanda,“ segir hann. Greiningardeild ríkislögreglustjóra ákvað að 7. apríl síðastliðinn að virkja verklag vegna hryðjuverkaárása í nágrannalöndum vegna árásarinnar í miðborg Stokkhólms, þar sem fjórir létu lífið. Viðbúnaðarstig var ekki hækkað. Var því beint til lögreglunnar á Suðurnesjum að vera sérstaklega vakandi fyrir flugi frá Svíþjóð og var sérsveitarmönnum á vakt fjölgað. Þá var því beint til lögregluliða að vera á varðbergi fyrir grunsamlegum einstaklingum og óvenjulegum atburðum sem gætu tengst áformum um stórfellda ofbeldisglæpi., Jafnframt fylgdist greiningardeild og alþjóðadeild ríkislögreglustjóra með samskiptakerfum við erlend lögreglulið og öryggisstofnanir.
Tengdar fréttir Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58 Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Verklag vegna hryðjuverkaárása virkjað hérlendis Sérsveitarmönnum fjölgað og lögregluliðum bent á að vera á varðbergi. 7. apríl 2017 17:58
Vörubíl ekið á fólk og inn í verslun í miðborg Stokkhólms Vörubíl var ekið á fólk og inn í verslun Åhlens á Drottninggatan í miðborg Stokkhólms skömmu fyrir klukkan 13. 7. apríl 2017 13:10