Prjónar að meðaltali í sex tíma á dag Guðný Hrönn skrifar 4. apríl 2017 11:00 Stephen West ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar hann klæðist eigin hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Prjónahönnuðurinn Stephen West hefur mikla ástríðu fyrir prjónamennsku og hefur stundað hana frá því að hann var unglingur. Hann prjónar í marga klukkutíma á dag, hvar og hvenær sem er, og ferðast um heiminn til að kenna fólki réttu handtökin. Stephen er fæddur og uppalinn í Oklahoma í Bandaríkjunum en hann hefur búið í Amsterdam undanfarin sex ár. Undanfarið hefur hann svo ferðast víða til að halda prjónanámskeið, meðal annars til Íslands. „Ég elska að heimsækja Ísland, það er svo fallegt og fullt af kindum. Ég varði tveimur mánuðum á Íslandi og kynntist nýjum prjónurum, hélt námskeið og fyrirlestra og kynnti nýju bókina mína, Westknits Bestknits,“ segir Stephen sem fór heim í síðustu viku. „Ég elska að kynna hönnun mína á Íslandi því hér eru svo margir áhugasamir og þakklátir prjónarar. „Á Íslandi er fólk svo almennilegt og tekur vel í nýjar hugmyndir. Það er líka svo auðvelt að kynnast fólki.“ Samhliða því að kenna prjónanámskeið á Íslandi myndaði hann einnig nýja hönnun sem hann mun kynna á vefnum Ravelry.com. Stephen lærði að prjóna þegar hann var unglingur, fyrir 12 árum, og þá varð ekki aftur snúið. Í dag prjónar hann að meðaltali í sex klukkustundir á dag og kennir öðrum að prjóna ásamt því að hanna prjónamynstur. „Einhverjir vinir kenndu mér grunninn þegar ég var 16 ára og allt annað lærði ég af bókum og af leiðbeiningum á netinu. Í dag prjóna ég í um sex tíma á dag, þannig að ég er í góðri þjálfun,“ segir Stephen sem hefur prjónað á hverjum degi síðan hann lærði réttu handtökin. „Ég er háður litríku garni og því að prjóna falleg sjöl og peysur.“ Stephen prjónar hvar og hvenær sem er. „Ég tek prjónana með mér hvert sem ég fer, ég prjóna í strætó, lestum, í flugvélum. Svo elska ég að prjóna með vinum á kaffihúsum, veitingastöðum og á börum.“ Hann segir fólk oft undrandi þegar það sér hann prjóna á almannafæri. „Túristar eru stöðugt að stoppa mig til að taka myndir. Og ég fæ ýmis viðbrögð, t.d. segjast margir aldrei hafa séð karlmann prjóna. Það kemur mér mikið á óvart því ég umgengst annað prjónafólk stöðugt,“ útskýrir Stephen. Hann segir algengt að fólk sé með úreltar hugmyndir um prjónaskap. „Prjón er fyrir alla og ég held að það sé mikilvægt að prjóna á almannafæri og þannig vekja athygli á listforminu sem prjón er,“ segir hann og bætir við: „Ég sé ekki margt fólk prjóna á almannafæri á Íslandi.“ „Þetta er svo einföld athöfn sem getur framkallað svo margar mismunandi útkomur, með sömu aðgerðinni,“ segir Stephen spurður hvað hafi helst heillað hann við prjónaskap. „Og ég elska hversu auðflytjanleg iðjan er. Ég hef alltaf eitthvað að gera og get unnið að nýjum verkefnum, alveg óháð því hvar ég er staddur.“ Stephen segir þó ferðalög hans og ævintýri endurspeglast í prjóninu sem hann gerir hverju sinni.Alltaf auðsjáanlegur Skemmtilegast þykir Stephen að prjóna sjöl og trefla því möguleikarnir þar eru miklir. „Það er eins og auður stigi fyrir mig til að leika mér með liti. En í uppáhaldi hjá mér þessa stundina er að prjóna stórar peysur,“ segir Stephen sem er þessa stundina að vinna í peysu úr tólf mismunandi litum. „Það er svo gaman að blanda saman ólíkum litum og áferð, eins og mohair-garni og ullargarni, og þannig skapa listaverk.“ Stephen er ansi litríkur karakter og klæðir sig takt við það en hann klæðist nær eingöngu sinni eigin hönnun og handverki. „Ég elska að klæða mig upp í takt við innblástur sem ég fæ frá garninu sem ég vinn með. Það er alltaf auðvelt að koma auga á mig því ég er alltaf svo litríkur og þakinn prjóni.“ Að lokum vill Stephen benda áhugasömum á að hann var að stofna nýjan prjónaklúbb í tengslum við verslun sína, Stephen & Penelope. Klúbburinn kallast Westknits Yarn A Long. „Hver skráning felur í sér þrjá pakka sem innihalda handlitaða ull og mynstur,“ segir Stephen og bendir fólki á að skoða klúbbinn á vefsíðunni www.stephenandpenelope.com. Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Prjónahönnuðurinn Stephen West hefur mikla ástríðu fyrir prjónamennsku og hefur stundað hana frá því að hann var unglingur. Hann prjónar í marga klukkutíma á dag, hvar og hvenær sem er, og ferðast um heiminn til að kenna fólki réttu handtökin. Stephen er fæddur og uppalinn í Oklahoma í Bandaríkjunum en hann hefur búið í Amsterdam undanfarin sex ár. Undanfarið hefur hann svo ferðast víða til að halda prjónanámskeið, meðal annars til Íslands. „Ég elska að heimsækja Ísland, það er svo fallegt og fullt af kindum. Ég varði tveimur mánuðum á Íslandi og kynntist nýjum prjónurum, hélt námskeið og fyrirlestra og kynnti nýju bókina mína, Westknits Bestknits,“ segir Stephen sem fór heim í síðustu viku. „Ég elska að kynna hönnun mína á Íslandi því hér eru svo margir áhugasamir og þakklátir prjónarar. „Á Íslandi er fólk svo almennilegt og tekur vel í nýjar hugmyndir. Það er líka svo auðvelt að kynnast fólki.“ Samhliða því að kenna prjónanámskeið á Íslandi myndaði hann einnig nýja hönnun sem hann mun kynna á vefnum Ravelry.com. Stephen lærði að prjóna þegar hann var unglingur, fyrir 12 árum, og þá varð ekki aftur snúið. Í dag prjónar hann að meðaltali í sex klukkustundir á dag og kennir öðrum að prjóna ásamt því að hanna prjónamynstur. „Einhverjir vinir kenndu mér grunninn þegar ég var 16 ára og allt annað lærði ég af bókum og af leiðbeiningum á netinu. Í dag prjóna ég í um sex tíma á dag, þannig að ég er í góðri þjálfun,“ segir Stephen sem hefur prjónað á hverjum degi síðan hann lærði réttu handtökin. „Ég er háður litríku garni og því að prjóna falleg sjöl og peysur.“ Stephen prjónar hvar og hvenær sem er. „Ég tek prjónana með mér hvert sem ég fer, ég prjóna í strætó, lestum, í flugvélum. Svo elska ég að prjóna með vinum á kaffihúsum, veitingastöðum og á börum.“ Hann segir fólk oft undrandi þegar það sér hann prjóna á almannafæri. „Túristar eru stöðugt að stoppa mig til að taka myndir. Og ég fæ ýmis viðbrögð, t.d. segjast margir aldrei hafa séð karlmann prjóna. Það kemur mér mikið á óvart því ég umgengst annað prjónafólk stöðugt,“ útskýrir Stephen. Hann segir algengt að fólk sé með úreltar hugmyndir um prjónaskap. „Prjón er fyrir alla og ég held að það sé mikilvægt að prjóna á almannafæri og þannig vekja athygli á listforminu sem prjón er,“ segir hann og bætir við: „Ég sé ekki margt fólk prjóna á almannafæri á Íslandi.“ „Þetta er svo einföld athöfn sem getur framkallað svo margar mismunandi útkomur, með sömu aðgerðinni,“ segir Stephen spurður hvað hafi helst heillað hann við prjónaskap. „Og ég elska hversu auðflytjanleg iðjan er. Ég hef alltaf eitthvað að gera og get unnið að nýjum verkefnum, alveg óháð því hvar ég er staddur.“ Stephen segir þó ferðalög hans og ævintýri endurspeglast í prjóninu sem hann gerir hverju sinni.Alltaf auðsjáanlegur Skemmtilegast þykir Stephen að prjóna sjöl og trefla því möguleikarnir þar eru miklir. „Það er eins og auður stigi fyrir mig til að leika mér með liti. En í uppáhaldi hjá mér þessa stundina er að prjóna stórar peysur,“ segir Stephen sem er þessa stundina að vinna í peysu úr tólf mismunandi litum. „Það er svo gaman að blanda saman ólíkum litum og áferð, eins og mohair-garni og ullargarni, og þannig skapa listaverk.“ Stephen er ansi litríkur karakter og klæðir sig takt við það en hann klæðist nær eingöngu sinni eigin hönnun og handverki. „Ég elska að klæða mig upp í takt við innblástur sem ég fæ frá garninu sem ég vinn með. Það er alltaf auðvelt að koma auga á mig því ég er alltaf svo litríkur og þakinn prjóni.“ Að lokum vill Stephen benda áhugasömum á að hann var að stofna nýjan prjónaklúbb í tengslum við verslun sína, Stephen & Penelope. Klúbburinn kallast Westknits Yarn A Long. „Hver skráning felur í sér þrjá pakka sem innihalda handlitaða ull og mynstur,“ segir Stephen og bendir fólki á að skoða klúbbinn á vefsíðunni www.stephenandpenelope.com.
Mest lesið Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Lífið Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Segir son sinn ekki hafa þurft að deyja Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Kristmundur Axel tók við af Bubba Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Fleiri fréttir Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Lífið