Prjónar að meðaltali í sex tíma á dag Guðný Hrönn skrifar 4. apríl 2017 11:00 Stephen West ætti ekki að fara fram hjá neinum þegar hann klæðist eigin hönnun. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Prjónahönnuðurinn Stephen West hefur mikla ástríðu fyrir prjónamennsku og hefur stundað hana frá því að hann var unglingur. Hann prjónar í marga klukkutíma á dag, hvar og hvenær sem er, og ferðast um heiminn til að kenna fólki réttu handtökin. Stephen er fæddur og uppalinn í Oklahoma í Bandaríkjunum en hann hefur búið í Amsterdam undanfarin sex ár. Undanfarið hefur hann svo ferðast víða til að halda prjónanámskeið, meðal annars til Íslands. „Ég elska að heimsækja Ísland, það er svo fallegt og fullt af kindum. Ég varði tveimur mánuðum á Íslandi og kynntist nýjum prjónurum, hélt námskeið og fyrirlestra og kynnti nýju bókina mína, Westknits Bestknits,“ segir Stephen sem fór heim í síðustu viku. „Ég elska að kynna hönnun mína á Íslandi því hér eru svo margir áhugasamir og þakklátir prjónarar. „Á Íslandi er fólk svo almennilegt og tekur vel í nýjar hugmyndir. Það er líka svo auðvelt að kynnast fólki.“ Samhliða því að kenna prjónanámskeið á Íslandi myndaði hann einnig nýja hönnun sem hann mun kynna á vefnum Ravelry.com. Stephen lærði að prjóna þegar hann var unglingur, fyrir 12 árum, og þá varð ekki aftur snúið. Í dag prjónar hann að meðaltali í sex klukkustundir á dag og kennir öðrum að prjóna ásamt því að hanna prjónamynstur. „Einhverjir vinir kenndu mér grunninn þegar ég var 16 ára og allt annað lærði ég af bókum og af leiðbeiningum á netinu. Í dag prjóna ég í um sex tíma á dag, þannig að ég er í góðri þjálfun,“ segir Stephen sem hefur prjónað á hverjum degi síðan hann lærði réttu handtökin. „Ég er háður litríku garni og því að prjóna falleg sjöl og peysur.“ Stephen prjónar hvar og hvenær sem er. „Ég tek prjónana með mér hvert sem ég fer, ég prjóna í strætó, lestum, í flugvélum. Svo elska ég að prjóna með vinum á kaffihúsum, veitingastöðum og á börum.“ Hann segir fólk oft undrandi þegar það sér hann prjóna á almannafæri. „Túristar eru stöðugt að stoppa mig til að taka myndir. Og ég fæ ýmis viðbrögð, t.d. segjast margir aldrei hafa séð karlmann prjóna. Það kemur mér mikið á óvart því ég umgengst annað prjónafólk stöðugt,“ útskýrir Stephen. Hann segir algengt að fólk sé með úreltar hugmyndir um prjónaskap. „Prjón er fyrir alla og ég held að það sé mikilvægt að prjóna á almannafæri og þannig vekja athygli á listforminu sem prjón er,“ segir hann og bætir við: „Ég sé ekki margt fólk prjóna á almannafæri á Íslandi.“ „Þetta er svo einföld athöfn sem getur framkallað svo margar mismunandi útkomur, með sömu aðgerðinni,“ segir Stephen spurður hvað hafi helst heillað hann við prjónaskap. „Og ég elska hversu auðflytjanleg iðjan er. Ég hef alltaf eitthvað að gera og get unnið að nýjum verkefnum, alveg óháð því hvar ég er staddur.“ Stephen segir þó ferðalög hans og ævintýri endurspeglast í prjóninu sem hann gerir hverju sinni.Alltaf auðsjáanlegur Skemmtilegast þykir Stephen að prjóna sjöl og trefla því möguleikarnir þar eru miklir. „Það er eins og auður stigi fyrir mig til að leika mér með liti. En í uppáhaldi hjá mér þessa stundina er að prjóna stórar peysur,“ segir Stephen sem er þessa stundina að vinna í peysu úr tólf mismunandi litum. „Það er svo gaman að blanda saman ólíkum litum og áferð, eins og mohair-garni og ullargarni, og þannig skapa listaverk.“ Stephen er ansi litríkur karakter og klæðir sig takt við það en hann klæðist nær eingöngu sinni eigin hönnun og handverki. „Ég elska að klæða mig upp í takt við innblástur sem ég fæ frá garninu sem ég vinn með. Það er alltaf auðvelt að koma auga á mig því ég er alltaf svo litríkur og þakinn prjóni.“ Að lokum vill Stephen benda áhugasömum á að hann var að stofna nýjan prjónaklúbb í tengslum við verslun sína, Stephen & Penelope. Klúbburinn kallast Westknits Yarn A Long. „Hver skráning felur í sér þrjá pakka sem innihalda handlitaða ull og mynstur,“ segir Stephen og bendir fólki á að skoða klúbbinn á vefsíðunni www.stephenandpenelope.com. Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Prjónahönnuðurinn Stephen West hefur mikla ástríðu fyrir prjónamennsku og hefur stundað hana frá því að hann var unglingur. Hann prjónar í marga klukkutíma á dag, hvar og hvenær sem er, og ferðast um heiminn til að kenna fólki réttu handtökin. Stephen er fæddur og uppalinn í Oklahoma í Bandaríkjunum en hann hefur búið í Amsterdam undanfarin sex ár. Undanfarið hefur hann svo ferðast víða til að halda prjónanámskeið, meðal annars til Íslands. „Ég elska að heimsækja Ísland, það er svo fallegt og fullt af kindum. Ég varði tveimur mánuðum á Íslandi og kynntist nýjum prjónurum, hélt námskeið og fyrirlestra og kynnti nýju bókina mína, Westknits Bestknits,“ segir Stephen sem fór heim í síðustu viku. „Ég elska að kynna hönnun mína á Íslandi því hér eru svo margir áhugasamir og þakklátir prjónarar. „Á Íslandi er fólk svo almennilegt og tekur vel í nýjar hugmyndir. Það er líka svo auðvelt að kynnast fólki.“ Samhliða því að kenna prjónanámskeið á Íslandi myndaði hann einnig nýja hönnun sem hann mun kynna á vefnum Ravelry.com. Stephen lærði að prjóna þegar hann var unglingur, fyrir 12 árum, og þá varð ekki aftur snúið. Í dag prjónar hann að meðaltali í sex klukkustundir á dag og kennir öðrum að prjóna ásamt því að hanna prjónamynstur. „Einhverjir vinir kenndu mér grunninn þegar ég var 16 ára og allt annað lærði ég af bókum og af leiðbeiningum á netinu. Í dag prjóna ég í um sex tíma á dag, þannig að ég er í góðri þjálfun,“ segir Stephen sem hefur prjónað á hverjum degi síðan hann lærði réttu handtökin. „Ég er háður litríku garni og því að prjóna falleg sjöl og peysur.“ Stephen prjónar hvar og hvenær sem er. „Ég tek prjónana með mér hvert sem ég fer, ég prjóna í strætó, lestum, í flugvélum. Svo elska ég að prjóna með vinum á kaffihúsum, veitingastöðum og á börum.“ Hann segir fólk oft undrandi þegar það sér hann prjóna á almannafæri. „Túristar eru stöðugt að stoppa mig til að taka myndir. Og ég fæ ýmis viðbrögð, t.d. segjast margir aldrei hafa séð karlmann prjóna. Það kemur mér mikið á óvart því ég umgengst annað prjónafólk stöðugt,“ útskýrir Stephen. Hann segir algengt að fólk sé með úreltar hugmyndir um prjónaskap. „Prjón er fyrir alla og ég held að það sé mikilvægt að prjóna á almannafæri og þannig vekja athygli á listforminu sem prjón er,“ segir hann og bætir við: „Ég sé ekki margt fólk prjóna á almannafæri á Íslandi.“ „Þetta er svo einföld athöfn sem getur framkallað svo margar mismunandi útkomur, með sömu aðgerðinni,“ segir Stephen spurður hvað hafi helst heillað hann við prjónaskap. „Og ég elska hversu auðflytjanleg iðjan er. Ég hef alltaf eitthvað að gera og get unnið að nýjum verkefnum, alveg óháð því hvar ég er staddur.“ Stephen segir þó ferðalög hans og ævintýri endurspeglast í prjóninu sem hann gerir hverju sinni.Alltaf auðsjáanlegur Skemmtilegast þykir Stephen að prjóna sjöl og trefla því möguleikarnir þar eru miklir. „Það er eins og auður stigi fyrir mig til að leika mér með liti. En í uppáhaldi hjá mér þessa stundina er að prjóna stórar peysur,“ segir Stephen sem er þessa stundina að vinna í peysu úr tólf mismunandi litum. „Það er svo gaman að blanda saman ólíkum litum og áferð, eins og mohair-garni og ullargarni, og þannig skapa listaverk.“ Stephen er ansi litríkur karakter og klæðir sig takt við það en hann klæðist nær eingöngu sinni eigin hönnun og handverki. „Ég elska að klæða mig upp í takt við innblástur sem ég fæ frá garninu sem ég vinn með. Það er alltaf auðvelt að koma auga á mig því ég er alltaf svo litríkur og þakinn prjóni.“ Að lokum vill Stephen benda áhugasömum á að hann var að stofna nýjan prjónaklúbb í tengslum við verslun sína, Stephen & Penelope. Klúbburinn kallast Westknits Yarn A Long. „Hver skráning felur í sér þrjá pakka sem innihalda handlitaða ull og mynstur,“ segir Stephen og bendir fólki á að skoða klúbbinn á vefsíðunni www.stephenandpenelope.com.
Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Dansinn dunaði á Menningarnótt Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Fleiri fréttir Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira