Innlent

Ydda arkitektar hanna nýja stúdentagarða við Hringbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Ydda arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun nýrra stúdentagarða við Gamla Garð við Hringbraut.
Ydda arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun nýrra stúdentagarða við Gamla Garð við Hringbraut. Mynd/Ydda arkitektar
Arkitektastofan Ydda arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í samkeppni um hönnun nýrra stúdentagarða við Gamla Garð við Hringbraut.

Í færslu á Facebook síðu stofunnar segir að samtal við hið byggða umhverfi, söguna, samtímann og samfélagið hafi verið haft að leiðarljósi við hönnuna.

Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Vísindagarðar undirrituðu samkomulag þann 2. mars 2016 um byggingu nýrra stúdentaíbúða.

Staðsetningunni við Gamla Garð er ætlað að sinna erlendum stúdentum og fræðimönnum sem þurfa á skammtímahúsnæðiá viðráðanlegu verði að halda.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.