Fá ekki upplýsingar um ráðningu nýs sviðsstjóra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 6. apríl 2017 21:08 Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. vísir/stefán Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. Ástæðan er að þeir fengu ekki afhentar allar upplýsingar er snúa að ráðningunni. Þeir taka sérstaklega fram að ekki séu gerðar athugasemdir við einstaklinginn sem ráðinn var. Meirihlutinn segir að starfsumsóknir og mat á umsækjendum falli skýlaust undir persónulega hagi einstaklinga. Óheimilt sé að afhenda gögn sem varði persónulega hagi fólks.Arna Schram er nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgarmynd/reykjavíkurborg Í bókun Sjálfstæðismanna segir að hingað til hafi borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Borgarráðsmenn hafi skýlausan rétt á upplýsingum varðandi þau mál sem lögð séu fyrir borgarráð á því formi sem þeir óski eftir. „Vekur furðu að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi nú að ganga gegn langri hefð um afhendingu slíkra gagna til borgarfulltrúa, sé óskað eftir því,“ segir í bókuninni. Þá er gerð alvarleg athugasemd við vinnubrögð meirihlutans og óska nýjum sviðsstjóra velfarnaðar í starfi. Meirihlutinn neitar að um sé að ræða takmörkun á aðgengi gagna því borgarráðsfulltrúum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér öll gögn málsins. Þá hefði verið fallist á frest á málinu ef þess hefði verið óskað og gögnin þá áfram verið aðgengileg fram að afgreiðslu málsins. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að það hafi verið samdóma álit valnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Arna Schram uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Arna hefur starfað sem forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ síðan í febrúar 2011. Hún hefur lokið B.A. gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla auk MBA gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á menningar- og ferðamálasviði auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins. Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira
Sjálfstæðismenn í borginni sátu hjá þegar nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar, Arna Schram, var ráðin á fundi borgarráðs í dag. Ástæðan er að þeir fengu ekki afhentar allar upplýsingar er snúa að ráðningunni. Þeir taka sérstaklega fram að ekki séu gerðar athugasemdir við einstaklinginn sem ráðinn var. Meirihlutinn segir að starfsumsóknir og mat á umsækjendum falli skýlaust undir persónulega hagi einstaklinga. Óheimilt sé að afhenda gögn sem varði persónulega hagi fólks.Arna Schram er nýr sviðsstjóri menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgarmynd/reykjavíkurborg Í bókun Sjálfstæðismanna segir að hingað til hafi borgarfulltrúar fengið slík gögn afhent, óski þeir eftir því. Borgarráðsmenn hafi skýlausan rétt á upplýsingum varðandi þau mál sem lögð séu fyrir borgarráð á því formi sem þeir óski eftir. „Vekur furðu að meirihluti Samfylkingar, Bjartrar framtíðar, Pírata og Vinstri grænna kjósi nú að ganga gegn langri hefð um afhendingu slíkra gagna til borgarfulltrúa, sé óskað eftir því,“ segir í bókuninni. Þá er gerð alvarleg athugasemd við vinnubrögð meirihlutans og óska nýjum sviðsstjóra velfarnaðar í starfi. Meirihlutinn neitar að um sé að ræða takmörkun á aðgengi gagna því borgarráðsfulltrúum hafi verið gefinn kostur á að kynna sér öll gögn málsins. Þá hefði verið fallist á frest á málinu ef þess hefði verið óskað og gögnin þá áfram verið aðgengileg fram að afgreiðslu málsins. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að það hafi verið samdóma álit valnefndar sem fór yfir umsóknir og tók viðtöl við umsækjendur að Arna Schram uppfyllti best umsækjenda þær kröfur sem gerðar eru til starfsins. Arna hefur starfað sem forstöðumaður menningarmála hjá Kópavogsbæ síðan í febrúar 2011. Hún hefur lokið B.A. gráðu í stjórnmálafræði og heimspeki frá Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla auk MBA gráðu með áherslu á stjórnun, rekstur og markaðsmál frá Háskólanum í Reykjavík. Hlutverk sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkurborgar er dagleg yfirstjórn á menningar- og ferðamálasviði auk þess sem hann ber ábyrgð á rekstri, þjónustu og stjórnsýslu sviðsins.
Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Sjá meira