Lífið

Gísli Pálmi hitar upp fyrir Basshunter: „Hann er mikill aðdáandi“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jonas Erik og Gísli verða á Spot á morgun.
Jonas Erik og Gísli verða á Spot á morgun.
Rapparinn Gísli Pálmi mun hita upp fyrir Basshunter á Spot annað kvöld. Þetta kom fram í Brennslunni á FM957 í morgun.

Svíinn Jonas Erik Altberg, eða Basshunter ætlar að halda tvö risa partý hér á landi um helgina.

Hann mætir á klakann og verður með tónleika föstudaginn 24. mars á Spot og laugardaginn 25. mars á Sjallanum Akureyri. Gísli Pálmi verður með upphitunaratriði á Spot á morgun en Rikki G og Sverrir Bergmann hita upp fyrir Basshunter bæði á Spot og í Sjallanum. 

Jónas hefur áður komið til Íslands og heillaðist mikið af landi og þjóð. Basshunter hóf leitina að bassanum 2006 þegar hann gaf út slagarann Boten Anna.

Í kjölfarið dældi hann út hitturum sem margir þekkja eins og Dota, Now you´re gone, All I ever wanted, I promised myself, Walk on water og fleiri.

Egill Einarsson var á línunni hjá Brennslunni í morgun og staðfesti hann að Gísli myndi hita upp annað kvöld. Hann segir að Gísli sé mikill aðdáandi Basshunter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×