Svartur dagur í sögu Akranesbæjar Sveinn Arnarsson skrifar 28. mars 2017 06:00 Stórt skarð yrði hoggið í atvinnulíf á skaganum ef þögnin myndi yfirtaka vinnslusal HB Granda í bænum. vísir/eyþór HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
HB Grandi áformar að láta af botnfiskvinnslu á Akranesi og hefur hafið samráð við trúnaðarmenn stéttarfélaga starfsmanna vegna þess. 93 starfsmenn vinna við botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi. Heimildir Fréttablaðsins herma að öllum starfsmönnum botnfiskvinnslunnar verði sagt upp í lok mánaðarins. „Starfsmenn voru slegnir við fréttirnar og það var þungt hljóð í fólkinu. Það var mjög lítið um svör til okkar á fundinum. Þetta mun líklega skýrast örlítið betur á miðvikudag á fundi með trúnaðarmönnum, aðilum fyrirtækisins og verkalýðsfélagsins,“ segir Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna í botnfiskvinnslu HB Granda. „Við sem vinnum þarna höfum lent í þessu áður að vera sagt upp störfum svo við erum vön þessu. Auðvitað vonumst við eftir því að lausn finnist í þessu máli.“Skúlína Guðmundsdóttir, trúnaðarmaður starfsmanna, sést hér til vinstri.vísir/eyþórHagnaður HB Granda á síðasta ári var um þrír milljarðar króna og hefur fyrirtækið hagnast um 40 milljarða króna frá hruni. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn verður þann 5. maí næstkomandi, verður borin upp tillaga um að arðgreiðslur nemi um 1,8 milljörðum króna. Vilhjálmur Birgisson segir stöðuna sem upp er komin á Akranesi grafalvarlega, dapra og sorglega og að gærdagurinn hafi verið svartur dagur í sögu bæjarfélagsins. „Fyrirtæki sem lifði af tvær heimsstyrjaldir er að hætta starfsemi vegna stjórnunar fiskveiða þar sem örfáir aðilar geta tekið ákvörðun um að slökkva ljósin í heilu byggðarlögunum og skilja fólkið eftir án lífsviðurværis,“ segir Vilhjálmur. „Ég minnti forstjóra HB Granda á þá samfélagslegu ábyrgð sem fyrirtækið ber. Það er ekki sjálfgefið að hafa aðgang að sjávarauðlindinni án þess að axla neina ábyrgð á fólkinu í landinu og þeim samfélögum sem það starfar í.“ „Þetta hefur mikil áhrif á okkar starfsfólk og Skagamenn yfirhöfuð. Þetta eru ekki góð tíðindi,“ sagði Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, á blaðamannafundi í gær. „Erfið staða í landvinnslu kallar á þessar aðgerðir. Þetta er neyðarákvörðun sem þarf að taka,“ segir hann. Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs Akraness, sagði tíðindin alvarleg fyrir bæjarfélagið enda vinnustaðurinn mjög stór í bænum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57 Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15 Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Styrking krónunnar meginástæða samdráttar hjá HB Granda Forstjóri HB Granda mun funda með verkalýðsforingja í dag. 27. mars 2017 10:57
Ætlar að mæta aðgerðunum af fullri hörku "Maður er sorgmæddur,“ segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. 27. mars 2017 18:15
Neyðarfundur vegna aðgerða HB Granda Tæplega hundrað starfsmönnum í botnfiskvinnslu HB Granda á Akranesi verður sagt upp og vinnslan færð til Reykjavíkur. Þingmenn kjördæmisins og bæjarstjórn funduðu í gærkvöldi vegna málsins. 28. mars 2017 07:00