Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. mars 2017 14:07 Frá fundinum. Vísir/Eyþór Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008 en undanfarin misseri hafa verið stigin skrefi til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Sagði Bjarni að niðurstaða skoðunar eftir áramótin hefði leitt í ljós að tímabært væri að aflétta höftum. Forsætisráðherra sagði að afnám væri ánægjuleg tímamót og að nú gætu Íslendingar horft fram á veginn en að fjármagnshöftin hafi á sínum tíma verið nauðsynlegur liður í uppbyggingu efnahagskerfisins.Fjármagnsflæði að og frá landinu gefið frjálstÖll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.Afnámið felst í því að Seðlabankinn nýtir heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrismál. Árið 2015 var áætlun um losun hafta sett fram, sem meðal annars fólst í aðgerðum til lausnar á uppgjöri slitabúa með stöðugleikaframlögum og uppboði á krónum sumarið 2016. Aðgerðirnar nú eru næsti stóri áfanginn í þeirri áætlun. Fjármagnsflæði að og frá landinu verður nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis án takmarkana. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum. Eftir afnám haftanna standa þó eftir varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir á afleiðuviðskipti með íslenskar krónur, sem eru þær tegundir spákaupmennsku sem urðu til þess að snjóhengja aflandskróna myndaðist.Samkomulag gert við aflandskrónueigendur Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri. Viðmiðunargengi í viðskiptunum er 137,5 krónur fyrir evruna, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Kaup Seðlabankans hafa í för með sér bókhaldslegan hagnað sem kemur á móti kostnaði vegna uppbyggingar gjaldeyrisvaraforða. Aflandskrónueignir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabankans nú á eignunum verða um 105 ma.kr. Öllum aflandskrónueigendum verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. Væntingar standa því til þess að eftirstæð fjárhæð aflandskrónueigna geti lækkað enn frekar á næstu vikum. Þær aflandskrónur sem ekki verða seldar Seðlabankanum verða áfram háðar takmörkunum þangað til lögin sem gilda um þær hafa verið endurskoðuð. Tengdar fréttir Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55 Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra á sérstökum blaðamannafundi í Ráðherrabústaðnum í dag. Gjaldeyrisviðskipti hafa verið háð takmörkunum frá hruni bankakerfisins haustið 2008 en undanfarin misseri hafa verið stigin skrefi til losunar á takmörkunum á fjármagnsviðskipti. Sagði Bjarni að niðurstaða skoðunar eftir áramótin hefði leitt í ljós að tímabært væri að aflétta höftum. Forsætisráðherra sagði að afnám væri ánægjuleg tímamót og að nú gætu Íslendingar horft fram á veginn en að fjármagnshöftin hafi á sínum tíma verið nauðsynlegur liður í uppbyggingu efnahagskerfisins.Fjármagnsflæði að og frá landinu gefið frjálstÖll fjármagnshöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin með nýjum reglum Seðlabanka Íslands um gjaldeyrismál.Afnámið felst í því að Seðlabankinn nýtir heimild í lögum um gjaldeyrismál til að veita undanþágur frá þeim takmörkunum á gjaldeyrisviðskiptum og fjármagnshreyfingum sem nú gilda. Það gerir hann með útgáfu á nýjum reglum um gjaldeyrismál. Árið 2015 var áætlun um losun hafta sett fram, sem meðal annars fólst í aðgerðum til lausnar á uppgjöri slitabúa með stöðugleikaframlögum og uppboði á krónum sumarið 2016. Aðgerðirnar nú eru næsti stóri áfanginn í þeirri áætlun. Fjármagnsflæði að og frá landinu verður nú gefið frjálst og einstaklingar, fyrirtæki og lífeyrissjóðir geta fjárfest erlendis án takmarkana. Þetta er ekki síst mikilvægt fyrir lífeyrissjóði sem þurfa að dreifa áhættu af fjárfestingum sínum. Eftir afnám haftanna standa þó eftir varúðarreglur vegna vaxtamunarviðskipta og takmarkanir á afleiðuviðskipti með íslenskar krónur, sem eru þær tegundir spákaupmennsku sem urðu til þess að snjóhengja aflandskróna myndaðist.Samkomulag gert við aflandskrónueigendur Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Samkomulagið snýst um að Seðlabankinn kaupir aflandskrónueignir fyrir erlendan gjaldeyri. Viðmiðunargengi í viðskiptunum er 137,5 krónur fyrir evruna, sem er um 20% yfir skráðu gengi evru síðastliðinn föstudag. Kaup Seðlabankans hafa í för með sér bókhaldslegan hagnað sem kemur á móti kostnaði vegna uppbyggingar gjaldeyrisvaraforða. Aflandskrónueignir nema um 195 ma.kr., en munu við kaup Seðlabankans nú á eignunum verða um 105 ma.kr. Öllum aflandskrónueigendum verður boðið að eiga viðskipti við Seðlabankann á sama gengi og samkomulagið hljóðar upp á næstu tvær vikurnar. Væntingar standa því til þess að eftirstæð fjárhæð aflandskrónueigna geti lækkað enn frekar á næstu vikum. Þær aflandskrónur sem ekki verða seldar Seðlabankanum verða áfram háðar takmörkunum þangað til lögin sem gilda um þær hafa verið endurskoðuð.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15 Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55 Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18 Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Forsætisráðherra og fjármálaráðherra boða til blaðamannafundar Á blaðamannafundinum verða aðgerðir vegna afmáms hafta að fullu kynntar almenningi og fjölmiðlum. 12. mars 2017 10:15
Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir í gjaldeyrismálum á næstunni Ríkisstjórnin mun kynna aðgerðir til viðnáms við stöðugri styrkingu krónunnar í þessum mánuði og fjármálaráðherra væntir þess að gjaldeyrishöft verði afnumin gagnvart almenningi og fyrirtækjum innan nokkurra vikna eða mánuða. 9. mars 2017 18:55
Afnám hafta á almenning gæti orðið á næstu vikum Afnám gjaldeyrishafta á almenning og fyrirtæki í landinu gæti orðið á næstu vikum eða mánuðum. Þetta kom fram í svari Benedikts Jóhannessonar, fjármálaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 9. mars 2017 12:18