Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jakob Bjarnar skrifar 13. mars 2017 10:37 Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“ Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason, almannatengill og fyrrverandi hægri hönd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þingmanns, vandar stjórnvöldum ekki kveðjurnar. Honum sýnist áætlun um afnám hafta þegar komin út af sporinu. Og telur að aflandskrónueigendur sem tóku þátt í útboði Seðlabankans í fyrra hljóta að vera „brjálaða“ í síma við lögmenn sína að heimta málsókn. Jóhannes, sem stundum var í gamni af gárungum á netinu kallaður Jóhannes útskýrari með vísan til þess að hann þurfti á stundum sem aðstoðarmaður að útskýra nánar hvað í orðum Sigmundar Davíðs fólst, er á svipuðum nótum og Sigmundur Davíð í gagnrýni sinni á þennan gjörning. Nema, Jóhannes Þór er öðrum mönnum betri í að útskýra hvað hangir á spýtunni þegar aflandskrónur og afnám hafta er annars vegar. „Ef ég væri aflandskrónueigandi sem í fyrra tók þátt í „190 kall eða læstur reikningur og aftast í röðina“ útboði Seðlabankans (sem var byggt á jafnræði meðal allra sem áttu aflandskrónur), væri ég núna brjálaður í símanum við lögfræðinginn minn að heimta málssókn um að fá sama 137 krónu díl og er núna búið að semja um við þá sem neituðu og áttu þá að fá læsta reikninginn. Það er spurning um jafna meðferð,“ skrifar Jóhannes Þór á Facebooksíðu sína. Og bætir við: „En af því ég er bara íslenskur þegn er ég bara brjálaður yfir því að íhaldið, Já Ísland gengið og Seðló skuli um leið og hætt var að horfa yfir öxlina á þeim hoppa á gamla góða friðþægingarvagninn og kasta grunnprinsippum áætlunarinnar fyrir borð. Og já, líka því að ég virðist ekki geta hringt í neinn til að stoppa þetta rugl.“ En, nú er öldin önnur sem og staða Jóhannesar Þórs, sem nýverið stofnaði ráðgjafafyrirtækið Orðspor með öðrum. „Ég held þá bara áfram að vaska upp í staðinn.“
Tengdar fréttir Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07 Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49 Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29 Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Gjaldeyrishöft afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með þriðjudeginum. 12. mars 2017 14:07
Sigmundur Davíð um afnám hafta: „Special price for you my friend“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er gagnrýninn á það samkomulag sem stjórnvöld hafa gert við aflandskrónueigendur. 12. mars 2017 15:49
Fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs stofnar almannatengslafyrirtæki Jóhannes Þór Skúlason, fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, hefur stofnað almannatengslafyrirtækið Orðspor. 8. mars 2017 16:29