Fær tískuinnblástur frá David Bowie, Grace Jones og Annie Lennox Guðný Hrönn skrifar 7. mars 2017 10:15 Svala var hvítklædd á laugardaginn. Mynd/Mummi Lú Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“ Eurovision Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“
Eurovision Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Fleiri fréttir Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Sjá meira