Útrunnum snyrtivörum fylgir sýkingarhætta Guðný Hrönn skrifar 9. mars 2017 21:00 Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir, förðunarfræðingur. Vísir/Eyþór Förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir segir mikilvægt að fólk noti ekki útrunnar snyrtivörur. Hún segir lítið mál að komast að því hvort húð- eða snyrtivara sé útrunnin eða ónýt. „Snyrtivörur hafa mismunandi endingartíma, en almenna reglan er sú að fljótandi vörur og kremvörur endast skemur en þær sem eru í púðurformi. Einnig endist krem og meik í dollum almennt skemur en ef það er í flöskum eða túbum vegna þess að þær vörur eru daglega í meira tæri við sýkla, til dæmis úr umhverfinu og á fingrunum á okkur. Einnig endast maskarar og „eyeliner“-ar skemur vegna stöðugrar snertingar við augu. Þessar vörur eru gróðrarstíur fyrir sýkla og þeim ætti að skipta mjög reglulega út,“ útskýrir förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir. Hún segir annars mjög einfalt að komast að því hvað hver og ein vara á að endast lengi. „Á öllum umbúðum er lítil mynd af krukku með tölustaf inni í, sem táknar endingartíma vörunnar í mánuðum frá opnun. En ef það er komin öðruvísi eða skrýtin lykt af vörunni þarf að henda henni strax. Ef maður þarf að telja hversu mörg ár eru frá kaupum farðans, þá þarf líklega að henda honum.“ „Helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti ekki að nota útrunnar snyrtivörur er sýkingarhætta. Svo hætta vörurnar að virka eins vel og þær eiga að gera eftir ákveðinn tíma. Sýklar myndast í hlutunum, kremvörur harðna, farðar og hyljarar skilja sig og púðurvörur þorna enn meira upp með árunum,“ útskýrir Gunnhildur sem lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr förðunarvörunum sínum og koma í veg fyrir að þær renni út uppi í skáp „Ekki eiga einhverja 20 farða uppi í skáp ef þú veist að þú munt ekki komast yfir að nota þá. Svo er góð regla að sótthreinsa og þrífa bursta reglulega og strjúka með sótthreinsandi vökva yfir kremhyljara, varaliti og fleira. Svo þarf að passa upp á að nota hreina fingur og bursta í allar dollur og skipuleggja hlutina.“Gunnhildur starfar sem förðunarfræðingur og þarf því að skipuleggja snyrtidótið sitt sérstaklega vel. „Ég skipulegg mig þannig að ég er með „mitt“ dót á sér stað og dót fyrir kúnna á öðrum stað. Þannig slepp ég við vesen með að færa vörur á milli. Vörur sem ég nota oftast í verkefni hef ég í glærri tösku (eða ferðatösku) sem ég skipulegg nánar eftir því hvað ég er að fara að gera, en ég tek til dæmis ekki með gerviaugnhár þegar ég er að fara sminka fyrir íþróttamyndatöku. Einnig reyni ég að taka sem oftast til í „kittinu“ mínu; henda ónýtum vörum og gefa þær sem ég kemst ekki yfir að nota. Ég reyni að minnka vörusóun með því að versla skynsamlega.“ Spurð nánar út í hvernig hún skipuleggur sitt eigið snyrtidót segir Gunnhildur: „Ég er voðalega einföld og hef ekki roð við mörgum sem skarta glæsilegum snyrtiherbergjum með mörgum mismunandi hirslum. Kommóða, plast- og skúffuhirslur úr IKEA, ferðatöskur og glærar töskur eru mín leið. Svo finnst mér ótrúlega þægilegt að geyma bursta í ferðahólkum og sætum vösum.“ Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir segir mikilvægt að fólk noti ekki útrunnar snyrtivörur. Hún segir lítið mál að komast að því hvort húð- eða snyrtivara sé útrunnin eða ónýt. „Snyrtivörur hafa mismunandi endingartíma, en almenna reglan er sú að fljótandi vörur og kremvörur endast skemur en þær sem eru í púðurformi. Einnig endist krem og meik í dollum almennt skemur en ef það er í flöskum eða túbum vegna þess að þær vörur eru daglega í meira tæri við sýkla, til dæmis úr umhverfinu og á fingrunum á okkur. Einnig endast maskarar og „eyeliner“-ar skemur vegna stöðugrar snertingar við augu. Þessar vörur eru gróðrarstíur fyrir sýkla og þeim ætti að skipta mjög reglulega út,“ útskýrir förðunarfræðingurinn Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir. Hún segir annars mjög einfalt að komast að því hvað hver og ein vara á að endast lengi. „Á öllum umbúðum er lítil mynd af krukku með tölustaf inni í, sem táknar endingartíma vörunnar í mánuðum frá opnun. En ef það er komin öðruvísi eða skrýtin lykt af vörunni þarf að henda henni strax. Ef maður þarf að telja hversu mörg ár eru frá kaupum farðans, þá þarf líklega að henda honum.“ „Helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti ekki að nota útrunnar snyrtivörur er sýkingarhætta. Svo hætta vörurnar að virka eins vel og þær eiga að gera eftir ákveðinn tíma. Sýklar myndast í hlutunum, kremvörur harðna, farðar og hyljarar skilja sig og púðurvörur þorna enn meira upp með árunum,“ útskýrir Gunnhildur sem lumar á nokkrum góðum ráðum fyrir þá sem vilja fá sem mest út úr förðunarvörunum sínum og koma í veg fyrir að þær renni út uppi í skáp „Ekki eiga einhverja 20 farða uppi í skáp ef þú veist að þú munt ekki komast yfir að nota þá. Svo er góð regla að sótthreinsa og þrífa bursta reglulega og strjúka með sótthreinsandi vökva yfir kremhyljara, varaliti og fleira. Svo þarf að passa upp á að nota hreina fingur og bursta í allar dollur og skipuleggja hlutina.“Gunnhildur starfar sem förðunarfræðingur og þarf því að skipuleggja snyrtidótið sitt sérstaklega vel. „Ég skipulegg mig þannig að ég er með „mitt“ dót á sér stað og dót fyrir kúnna á öðrum stað. Þannig slepp ég við vesen með að færa vörur á milli. Vörur sem ég nota oftast í verkefni hef ég í glærri tösku (eða ferðatösku) sem ég skipulegg nánar eftir því hvað ég er að fara að gera, en ég tek til dæmis ekki með gerviaugnhár þegar ég er að fara sminka fyrir íþróttamyndatöku. Einnig reyni ég að taka sem oftast til í „kittinu“ mínu; henda ónýtum vörum og gefa þær sem ég kemst ekki yfir að nota. Ég reyni að minnka vörusóun með því að versla skynsamlega.“ Spurð nánar út í hvernig hún skipuleggur sitt eigið snyrtidót segir Gunnhildur: „Ég er voðalega einföld og hef ekki roð við mörgum sem skarta glæsilegum snyrtiherbergjum með mörgum mismunandi hirslum. Kommóða, plast- og skúffuhirslur úr IKEA, ferðatöskur og glærar töskur eru mín leið. Svo finnst mér ótrúlega þægilegt að geyma bursta í ferðahólkum og sætum vösum.“
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira