Tölvuleikjaframleiðandinn Emmsjé Gauti Stefán Þór Hjartarson skrifar 23. febrúar 2017 09:30 Það er spurning hvort Emmsjé Gauti fari úr rappinu yfir í tölvuleikina? Vísir/Stefán karlsson „Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is. Leikjavísir Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
„Við erum að halda AK Extreme núna í sjöunda skiptið eftir að hátíðin fór í pásu. Við erum í raun og veru að tilkynna um dagskrána á hátíðinni í leikjaformi en hún, ásamt því hverjir eru að spila, sést inni í leiknum. Hugmyndin kviknaði upprunalega í sambandi við hinn leikinn sem við gerðum, ég fór að hugsa að við gætum gert þetta í staðinn fyrir þetta týpíska plakat og tilkynningu, en tölvuleikur er skemmtilegra konsept við að auglýsa hátíðina því að í raun er þetta hreyfanlegt plakat sem er hægt leika sér með,“ segir Emmsjé Gauti en hann gefur aftur út tölvuleik, nú til að kynna AK Extreme hátíðina sem verður haldin fyrstu helgina í apríl.Hvernig er þessi leikur? „Ég fékk Skúla Óskarsson aftur með mér, en hann gerði líka hinn leikinn. Leikurinn er í raun og veru smá stolinn frá leik sem heitir Ski or die sem er gamall Nintendo-leikur. Eða lúkkið á honum kemur þaðan og leikurinn sjálfur er Ski Free-eftirherma – leikurinn þar sem maður skíðar niður brekku og það kemur skrímsli og eltir mann. Það muna allir eftir þeim leik. Ég man að mér fannst þetta skrímsli geðveikt hræðandi þegar ég var lítill. Hjá okkur gerist hann í Hlíðarfjalli. Síðan er líka hægt að taka Eimskipsstökkið. Bobby Breiðholt, sem hannaði umslagið fyrir Vagg og veltu, gerði upphafsskjáinn í leiknum og við erum með 8-bita útgáfur af klassískum metalsmellum í honum. Bráðum verður svo haldin keppni í Ski free-leiknum, þannig að ég mæli með að fólk fari að æfa sig – það verður flug norður, snjóbretti, hótel, miðar og allt fyrir þann sem nær „high-score“. Fólk getur fylgst með á Facebook-síðu AK extreme þar sem þetta verður tilkynnt.“Skúli Óskarsson hrærði í annan tölvuleik með Gauta, en hann sér um forritunarhliðina.Vísir/VilhelmHvernig verður dagskráin í ár, eitthvað nýtt? „Í menu-skjánum í leiknum, sem er eins og í Ski or die, er hægt að renna sér inn í dagskrána og skoða hana. Við erum búnir að fjölga viðburðum á hátíðinni og þetta eru núna fjórir dagar. Þetta byrjar á fimmtudeginum og þá er „race“ í Hlíðarfjalli, á föstudeginum er „jib“-mót sem í þetta sinn verður í Listagilinu á sama stað og Eimskipsstökkið er á laugardeginum – en stökkið er okkar stærsti viðburður og verður sýnt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport annað árið í röð. Þeir hjá Stöð 2 Sport töluðu um að þetta væri ein flottasta útsending sem þeir hafa sent út og það var bara tilraun, þannig að þetta verður enn flottara í ár. Síðan verður parkour-mót á sunnudeginum. Tónleikadagskráin verður í Sjallanum núna, en við vorum alltaf með Græna hattinn fyrst þangað til við sprengdum hann utan af okkur. Í ár ætlum við að vera með rjómann af popptónlistarmönnum Íslands í Sjallanum og líka með dagskrá á Græna hattinum fyrir hinn hópinn sem nennir ekki endilega í partí-geðveikina í Sjallanum. Ég mæli með að kaupa miða fyrr en seinna því að í fyrra seldist upp og færri komust að en vildu.“ Þeir sem spila á AK Extreme eru Aron Can, Sturla Atlas, Úlfur Úlfur, GKR, Gauti, Alvia Islandia, Cyber, Alexander Jarl, Hildur, Ká Aká, sxsxsx. Miðasalan er hafin á miði.is. Leikinn má nálgast inn á vefsíðu AK Extreme hátíðarinnar - akx.is.
Leikjavísir Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira