Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sveit Laufásborgar að tafli á mótinu um helgina. Omar Salama stendur yfir sínum nemendum og fylgist með. Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira
Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Sjá meira