Leikskólasveit tefldi á móti grunnskólasveita í fyrsta sinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Sveit Laufásborgar að tafli á mótinu um helgina. Omar Salama stendur yfir sínum nemendum og fylgist með. Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira
Krakkar af leikskólanum Laufásborg tóku þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita um síðustu helgi. Er það í fyrsta sinn sem leikskóli tekur þátt í mótinu. Skákkennsla hófst í skólanum fyrir átta árum og er áhugi barnanna á íþróttinni mikill. „Þetta byrjaði skólaárið 2008-2009 og við höfum þróað þetta síðan þá,“ segir Omar Salama, kennari við leikskólann og fyrrverandi landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins í skák. Hann hefur haft veg og vanda af kennslunni síðan þá. Við kennsluna notar hann bæði stór skáksett auk venjulegra. Omar segir að hann hafi byrjað á að kenna elstu börnunum í skólanum mannganginn fimm ára gömlum. Í lok árs er síðan alltaf haldið skákmót eða fjöltefli fyrir útskriftarnemendur. „Síðar hóf ég að kenna tveggja og þriggja ára börnum líka. Kenna þeim nöfnin á köllunum, að raða upp á borðið og tefla peðaskák,“ segir Omar. Hann bendir líka á að skákin nýtist við að kenna önnur fög á borð við stærðfræði, landafræði og sögu. „Við höfum kennt þeim að hrókur sé fimm stiga virði og biskup þriggja stiga. Ef ég drep hrók hjá þér en þú biskup hjá mér er það þá gott fyrir mig eða þig? Þá lærum við landafræði með því að skoða sögu skákarinnar. Hvernig hún hófst á Indlandi og færðist síðan til Evrópu, til dæmis,“ segir hann. Omar skráði sveit frá leikskólanum á Íslandsmót barnaskólasveita með það markmið að hafa gaman af og sjá hvernig gengi enda voru nemendur hans að etja kappi við eldri börn. „Strákarnir í sveitinni stóðu sig eins og ofurhetjur og skemmtu sér ofboðslega. Þetta var fjögurra klukkutíma skákmót og það er ekki auðvelt að halda einbeitingu svo lengi á þessum aldri. Ég vonaði að við fengjum kannski tvo, þrjá vinninga,“ segir Omar. Það kom hins vegar á óvart að í fyrstu umferð vann Laufásborg með fjórum vinningum gegn engum. Sveitin endaði að lokum í 12. sæti og vantaði fáa vinninga til að lyfta sér upp í verðlaunasæti. „En þetta er líka gaman. Ég hef heyrt alls kyns sögur frá foreldrum og ættingjum um að börnin vilji tefla mikið. Einn afi nefndi það til dæmis að barnabarnið kæmi stundum fyrir leikskóla til að tefla,“ segir Omar. „Þetta er manngangur hjá þeim sem verður alltaf, alla ævina.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.Nemendur á Laufásborg við risataflborð sem er þar að finna.vísir/vilhelm
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Sjá meira