Fótbolti

Ef Norðmenn hækka sig jafnmikið undir stjórn Lars og Íslendingar þá enda þeir í 2. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lars Lagerbäck er þarna kannski að skoða FIFA-listann í símanum sínum.
Lars Lagerbäck er þarna kannski að skoða FIFA-listann í símanum sínum. Vísir/Getty
Lars Lagerbäck er hættur við að hætta en hann er nú tekinn við norska fótboltalandsliðinu. Norðmenn búast við örugglega við svipuðum framförum og hjá íslenska landsliðinu undir stjórn Lars. Hækki norska landsliðið sig um jafnmörg sæti að það íslenska þá kæmi Lars Norðmönnum í hóp bestu landsliða heims.Sjá einnig:Ég er alls enginn harðstjóriÍslenska knattspyrnulandsliðið var í 104. sæti FIFA-listans þegar Svíinn Lars Lagerbäck var ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins í lok ársins 2011. Á næstu rúmu fjórum árum fór liðið upp um 82 sæti á listanum og inn á sitt fyrsta stórmót þar sem Lars stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn í átta liða úrslitum Evrópumótsins.Norðmenn eru í 84. sæti nýjasta FIFA-listans og hækki þeir sig um jafnmörg sæti og íslenska landsliðið þá gæti þeir gert sér vonir um að komast alla leið upp í 2. sæti.Sjá einnig:Lars Lagerbäck hlaut vel á þriðja tug atkvæða í forsetakosningunumÞað er auðvitað mun erfiðara að hækka sig um sæti inn á topp tuttugu en það verður engu að síður fróðlegt að fylgjast með ferðalagi Norðmanna á FIFA-listanum á næstunni.Norðmenn þurfa þó að sýna þolinmæði, því íslenska landsliðið fór alveg niður í 131. sæti á fyrstu mánuðum Lars í starfi áður en Ísland fór að hoppa upp FIFA-listann.


Tengdar fréttir

Lagerbäck kominn í vinnu hjá Svíum

Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var ekki lengi atvinnulaus en hann hætti með íslenska landsliðið eftir EM.

Lars Lagerbäck: Alvöru prófraun fyrir íslenska knattspyrnu

Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að efla
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.