Fótbolti

Lagerbäck kominn í vinnu hjá Svíum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lagerbäck þakkar fyrir sig á EM.
Lagerbäck þakkar fyrir sig á EM. vísir/afp
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, var ekki lengi atvinnulaus en hann hætti með íslenska landsliðið eftir EM.

Sænska knattspyrnusambandið er búið að ráða hann sem ráðgjafa landsliðsins. Þar mun hann vinna með Janne Andersson landsliðsþjálfara. Hans fyrsta verk var að ráða Lagerbäck í vinnu.

„Janne byrjaði að tala við mig síðasta sumar. Við þekkjumst mjög vel og mér líkar vel við hann. Ég vil hafa smá samband við alvöru fótbolta og mér líst vel á sænska liðið,“ sagði Lagerbäck við Expressen en hann er með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Ríó.

„Janne fannst fínt að ég yrði ráðgjafi hans. Hann ákveður hvað ég geri. Það þarf enginn að efast um að hann er stjórinn og ræður ferðinni. Ég verð í bakgrunninum.“

Lars segir að hann muni ekki ræða um landsliðið við fjölmiðla á meðan hann sinni þessu starfi. Hann muni aðeins viðra skoðanir sínar við Andersson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×