Febrúarspá Siggu Kling – Ljónið: Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira