Febrúarspá Siggu Kling – Ljónið: Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa Sigga Kling skrifar 3. febrúar 2017 09:00 Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira
Elsku ljónið mitt, það er ekki hægt að segja að þú sért karakterlaus, það er alltaf eitthvað að gerast í kringum þig. Þú átt það til að bjóða dramanu heim og það getur verið svo erfitt. Hættu að tala um það sem lætur þér líða illa, því að í hvert skipti sem þú talar um erfiðleika og álag sem þú hefur lent í, þá færð þú meira af því. Þú ert sérstaklega sterkur karakter og gætir átt von á því núna að afla mikilla peninga, en það er í eðli þínu að eyða þeim jafn harðan. Svo að þú skalt hugsa vandlega um hvaða leið þig langar virkilega að fara. Það býr í raun svo mikil umhyggjusemi í hjarta þínu, og þú vilt svo rosalega vel svo þú getur, bæði í sambandi við tíma, peninga og tilfinningar, gefið meira en þú átt. Þá líður þér eins og hvirfilvindur hafi farið í gegnum sálina þína. Það er svo mikilvægt fyrir þig að velja þér að maka sem dáist að þér og klappar jörðinni sem þú gengur á, það er ekki til í þér að vera svikult ljón. Þú myndir aldrei þola óheiðarleika og undirferli í ástamálum. Þar af leiðandi er þetta eina leiðin þín, að velja þér ástargyðju eða ástarprins, þar sem þeirri persónu finnst þú vera miðpunktur jarðarinnar. Þetta er akkúrat mánuðurinn sem að þú átt að sleppa því algjörlega að þrasa. Þú átt að gera allt sem þú getur til að styrkja vináttu og fjölskyldubönd, þá gengur allt sem þú vilt upp og ljónsorkan þín skín svo skært. Í ástamálum fyrir ykkur sem eruð á lausu, skiptir það öllu máli að þér líði vel og að sjálfstraustið sé á góðum stað þegar þú ert að velja þér elskhuga. Ef þér líður eins og innantómum poka þá ertu bara að leita að fyllingu til að þér líði betur. Og það er engin ást í því. Febrúar gefur þér kraft til að byggja upp sjálfstraustið og skapa svo dásamlega mynd af þér að fólk á ekki orð yfir hversu jákvæður hugsanagangur þinn sé. Þetta er mikið tilfinningatímabil og þú ert tilfinningaríkasta merkið. Settu því tilfinningar og ástina fyrst á þitt hjarta, þá færðu aflið til að taka fjölskyldu og vini þína í það ferðalag sem þú vilt fara. Og meðal annars er mjög mikilvægt að þú sért alveg ákveðið í því hvar vinnuorkan þín er, hvort sem það er í skóla, vinnu eða bara heima hjá þér. Eftir því sem skýrari markmið eru hjá þér, þá birtist þér bjartari braut. Mottó – hamingjan býr í ljónsmerkinuFræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Lífið Musk æstur í Reðasafnið Lífið Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Bíó og sjónvarp „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Tíska og hönnun Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Tónlist Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Lífið „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lífið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Fleiri fréttir Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ „Pylsusala“ á Lækjartorgi á kvennafrídaginn Lovísa Rós er Ungfrú Ísland Teen Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Heitasta listapar landsins á djamminu „Er ekki hrædd við að vera ég sjálf“ Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Sjá meira